28.1.2008 | 21:13
Feðraorlofsréttur framseljanlegur.
Kolbrún Halldórsdóttir hefur lagt fyrir frumvarp á alþngi um að réttur feðra til feðraorlofs verði framseljanlegur móður ef engin tengsl eru á milli föðurs og móður þ.e að faðirnn hefur ekki áhuga á að taka feðraorlof eða að skipta sér neitt af barninu. Vissulega á þetta að vera þannig að þessi réttur tilheyrir barninu.
Í dag eru lögin þannig að móðir á rétt á 3 mánuðum, faðirnn rétt á 3 mánuðum og svo eru 3 mánuðir sem foreldrar geta nýtt eða skipt á milli sín.
Málið er að þegar upp kemur mál þar sem kona verður ófrísk, maðurinn vill ekkert með barnið hafa. Hvað á þá að gera? Þá finnst mér að konan eigi að fá þessa þrjá mánuði sem annars færu til spillis. Vissulega þarf að stíga varlega til jarðar í þessu máli og gæta að því að þetta verði ekki misnotað þannig að fólk í sambúð fari að framselja sín á milli og svindla þannig á kerfinu.
En þegar maðurinn sannarlega er ekki í neinum samskiptum við móðirina, hefur engan áhuga á því þá svo sannarlega eiga þessir 9 mánuðir að nýtast barninu. Því miður er það svo að slík tilfelli eru til staðar og allt of algeng ef eitthvað er. Hvers á barn að gjalda að hafa komið undir og orðið að manneskju, það eru engar tilviljanir til og allt er þetta í Guðs höndum. Hverjum einstaklingi er ætlað ákveðið hlutverk þess vegna er það skapað í þennan heim.
Þess vegna er það sorglegt að menn vilji ekkert með afkvæmi sitt gera þegar það kemur í heiminn. Vinkona mín góð er t.d í þessari stöðu. Hún átti yndislegt barn sl. haust sem faðir þess hefur engan áhuga á að skipta sér að. Vissulega á hún þá að fá að njóta þess að vera lengur með barnið heima og nota þá 3 mánuði sem "faðir" þessa barns á rétt á að fá. Þess vegna vona ég að þetta frumvarp hennar Kolbrúnar nái í gegn á Alþingi.
Athugasemdir
Var ekki búin að sjá þessa frétt, verð nú að spá aðeins betur í þetta áður en ég mynda mér skoðun.
Ásdís Sigurðardóttir, 28.1.2008 kl. 21:23
Sammála þér, Sædís. Vonandi verður frumvarpið talið sjálfsagt mál.
Paul Nikolov, 28.1.2008 kl. 21:25
Sæl. Það er sjálfsagt hægt að búa til kvóta um ýmislegt en einhvernvegin finnst mér að þetta feðraorlof hafi orðið til í sambandi við jafnréttismál, þannig að konur væru ekki lengur frá vinnu en karlar þegar kæmi að barneignum. Stangast það ekki á við þessa tillögu um að konan verði enn lengur heima? Væri ekki nær að skikka karlfuglinn til að greiða henni þá fjárhæð sem ríkið hefði annars greitt honum og hún nýtt þá fjárhæð fyrir sig og barnið. kveðja Kolbrún.
Kolbrún Stefánsdóttir, 28.1.2008 kl. 21:33
Sæl Kolbrún ´
Ég var búin að hugsa það líka en því miður er það oft þannig að samskipti geta verið ansi erfið og ef leiðindi eru í spilinu t.d. vegna ágreinings um að eiga barnið eða ekki þá er það mjög erfitt. Vissulega er feðraorlofið mikið skref í jafnréttisbaráttunni og það má alls ekki stíga það skref til baka og því þarf að gæta fyllstu varkárni í þessu máli. En það sem er svo mikilvægt í þessu frumvarpi að þarna er verið að horfa á rétt barnsins að fá umönnun forerldis til jafns á við önnur börn. Þannig að það bitni ekki á því að faðrinn vilji ekkert með það hafa. Oft verður mjög mikið ósamræmi í réttindum barna við aðstæður foreldra og því ber að sporna við og með þessu frumvarpi er hægt að byrja á þessu mikilvæga skrefi.
Sædís Ósk Harðardóttir, 28.1.2008 kl. 21:41
Já Paul vonandi þýtur það bara í gegn um þingið, svo sjálfsagt mál er þetta.
Ásdís þú getur kynnt þér þetta frumvarp á althingi.is geri ég ráð fyrir
Sædís Ósk Harðardóttir, 28.1.2008 kl. 21:44
Kolbrún - Gengur kynjajafnrétti ekki út á það að bæði kyn hafi jafna möguleika? ég get ekki beint séð að um ójafnrétti sé að ræða þó feðraorlofsrétturinn væri framseljanlegur - því faðirinn hefur jú möguleikann á að taka orlofið. En því miður gengur dæmið ekki smurt upp alls staðar og finnst mér þá ekki sanngjarnt að vega að jafnrétti barnsins - það að eiga jafna möguleika og önnur börn að fá að hafa foreldri hjá sér í 9 mánuði áður en haldið er út í harða veröldina.
Alltof margir gleyma sér í vangaveltum að karlar "græði" ekki meira en konur, og öfugt og gleyma hag barnanna. Hvar er sanngirnin og jafnréttið í því að sum börn þurfi að fara fyrr í daggæslu en önnur börn bara vegna þess að faðir er ekki í lífi barnsins?
......................, 29.1.2008 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.