Vinkonuraunir....

dateVinkona mín ein sem er í sömu sporum og ég, fráskilin, móðir í vinnu sem henni finnst að mætti vera betri á meðan mér finnst hún vera voða heppin því hún er með mun hærri laun en ég, en kannski eru launin ekki alltaf allt.

En þessi frábæra vinkona min er alltaf að koma sér í vandræði sem varða karlpeninginn. Hún er búin að vera að leita að hinum eina sanna frá því að hún skildi og alltaf er hún jafnlagin við að ná sér í einhverja menn sem eru henni ekki samboðnir, það mætti halda að á enni hennar væri spjald sem á stæði: " ég tek að mér að annast menn og hugsa um þá", annað hvort drekka þeir of mikið, þeir eru fastir í sínum vilja þ. e hinir mestu egóistar, eða  þeir eru skuldum settir, eiga ekkert eða vinna ekkert eða þá þeir eru að leita sér að leikfangi til að geta hóað í þegar þeim hentar.  Samt er hún föst í þessum vítahring.  Hún hringir i mig reglulega til að spyrja mig hvað hún eigi að geraCrying  í hinu og þessu tilfellinu, hún að hringja í mig meðvirkilinn sem segi bara alltaf já það er alveg rétt hjá þér eða nei það myndi ég ekki heldur gera.  En mig langar virkilega að hjálpa henni, ekki get ég komið með þann rétta fyrir hana bara og lagt hann á borðið fyrir framan hana því þeir eru nefnilega svo vandfundnir þessu "einu sönnu"  Ég hef bent henni á að nota mína aðferð að biðja Guð um að sýna sér hvað á að gera.  Hún gerir það stundum en þar sem hún er oft á tíðum svolítið hvatvís (sem nota bene ég get verið líka þannig skil ég hana svo vel) að hún er alltaf komin framúr sér um leið og úr Guðs vilja í sinn vilja.   En hún getur ekki komið sér út úr þessum vítahring, hún er með þá nokkra stanslaust á herðum sér, viðheldur sambandi við þá hvern á sinn hátt, hringir,  svarar þeim, svarar þeirra smsum, sendir sms, tölvupósta, msn eða hittir þá á deiti.  Samt aldrei nema einn í einu, hún er alltaf að vonast eftir sambandi en þeir vilja yfirleitt bara þetta "vinasamband" þegar hún gefst upp á einum þá byrjar næsti að hafa samband og svo koll af kolli þannig að hún er í sama hringnum en fer stundum nokkra hringi.Shocking  Ég benti henni á að hún finndi ekki mr. rigth fyrr en hún gerði hreint fyrir sínum dyrum, eyddi þessum vonlausu gaurum út úr símaskránni, segði þeim að hún kærði sig ekkert um þá og stæði með sjálfri sérCool  Gerði sjálfir sér grein fyrir því að hún á miklu betra skilið en einhverja uppdankaða gaura sem eru oft bara að leita sér að húsaskjóli....... (grimm, nei raunsæ)

Vá hvað maður getur verið duglegur að ráðleggja öðrum, en er stundum óttlega mikill flækjufótur sjálf í þessum málum, en það er nú allt allt önnur sagaTounge  En ég veit að ef hún biður Guð um að leiða hana á rétta braut mun hún finna hamingjuna.  En þetta er samt svo algengt með fólk sem er fráskilið og er í þessari miklu leit, það á oft svo erfitt með að treysta, treysta hver sé sá rétti eða rétta.  Hvert þessi manneskja sé traustins verð, því það er nú þannig að þegar fólk er farið að nálgast fertugt og sumir eldri þá verður oft erfiðara að treysta, nema fólk geti látið áhyggjur sínar í Guðs hendur og sleppt tökunum.  Oft hefur þetta fólk brennt sig í samböndum, upplifað óheiðarleika, svik og fl þá er það eðlilega meitt og ég tel að það haldi aftur að fólki. 

En ég vona að vinkona mín finni sig og átti sig á því hvað hún virkilega villCool er það ekki dúllan mín, því ég veit þú lest þetta elskan, Guð blesi þig og ég veit að hann er með rétta manninn fyrir þig þarna við horniðTounge

Jæja best að halda áfram að gera eitthvað gáfulegt hérna, því ég er nefnilega að lesa mjög áhugaverða bók sem ég veit að mun breyta lífi mínu til batnaðarCool

knús og Guð blessi ykkur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hún finnur hann ekki fyrr en hún hættir að leita. Hún þarf fyrst af öllu að bera virðingu fyrir sjálfri sér og setja sér ákveðið viðmið um líf sitt, þá kemur hinn rétti óvænt.   Gentlemen það sakar ekki að hafa Guð með í ráðum, hann bregst manni ekki.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.1.2008 kl. 21:37

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

já það er svo sannarlega rétt, hún þarf að hætta þessari leit og þá mun hann birtast

Sædís Ósk Harðardóttir, 25.1.2008 kl. 21:41

3 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Vá ! Mætti halda að þú værir að tala um mig!
Nema að ég er ekki með neina drullusokka og karlhórur í símanum mínum lengur. Horfi ekki lengur með sorg í hjarta og með söknuði eftir slíkum karakerum.
Á svo miklu betra skilið - eins og við allar-
Vel valin orð hjá þér og sönn.
Það sem þarf er að horfa inn á við og spyrja; Hvernig vil ég að komið sé fram við mig? Hvað vil ég EKKI láta bjóða mér? Og auðvitað ótal margar aðrar spurningar.
Því  er optast auðsvarað og því ákvörðunin skyndilega mjög einföld og kristalskýr. Augun opnast, sálin og hugurinn  einnig.  Virðingin vex og sjálfstraustið til að segja NEI.

Linda Lea Bogadóttir, 26.1.2008 kl. 01:23

4 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

já ég drekk ekki í dag.     já rétt er það Guð veit hvaða maki maður á að fá.

Guð blessi þig og vinkonuna

Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 26.1.2008 kl. 08:04

5 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Já er það ekki málið LInda, getur þetta nefnielga ekki átt við svo margar konur í okkar sporum.

Takk Gulli Dóri og Guð blessi þig líka

Sædís Ósk Harðardóttir, 26.1.2008 kl. 08:43

6 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

já en skil ekki . átt við svona margar konur í okkar sporum?

Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 26.1.2008 kl. 23:14

7 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

jú ég og sú sem var að kommenta erum báðar fráskildar:)

Sædís Ósk Harðardóttir, 27.1.2008 kl. 02:52

8 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

ok skil núna  bara gangi vel

Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 27.1.2008 kl. 03:00

9 identicon

He he he. Ég held að það sé rétt sem Ásdis segir, þ.e. að sá/sú rétta kemur þegar að maður á síst von á því :)  Jafnvel er það ávísun á vandræði að stunda veiðar, lenda í hremmingum og villast í skóginum :)  En er viss um að ykkur vandlátu vinkonum á eftir að ganga vel og að þið eigið eftir að fá heilt riddaralið á snjóhvítuim hestum til þess að velja úr.

Kveðja, Dr. Philggert                                              

Eggert (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 12:23

10 Smámynd: ......................

Æðisleg lesning og svo sönn. Ef maður er að leita bankar upp á hjá manni heill haugur af lúserum

Þegar ég var í "leitinni" ef svo er hægt að kalla það stappaði ég niður fætinum einn daginn og gerði öllum lufsunum ljóst að ég tæki ekki þátt í bullinu lengur. Eyddi þeim út úr símanum mínum og af msn og ákvað að taka því rólega.  Talaði svo við englana mína og bað þá að færa mér hinn eina rétta þegar rétti tíminn væri kominn. Tók blað og penna og skrifaði nákvæmlega hvernig ég vildi að sá maður væri, frá a-ö - og stakk í Óskakassann minn. Eftir það var ég bara slök og hélt áfram að vinna í mínum málum, til að gera mig að betri mér

Svo einn daginn dúkkaði maðurinn af blaðinu í Óskaboxinu mínu, inn í líf mitt þegar ég átti síst von á því

......................, 27.1.2008 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband