22.1.2008 | 19:31
Lady in hrakningum....
Ég segi það enn og aftur að ég er ekki gerð fyrir þetta veðurfar, ég á meira heima í sól og hita Þess vegna ákvað ég í ferð minni á Selfoss í dag að skella mér í ljós til að fá smá hita í kroppinn. Ég hafði hálftíma á milli þess sem að ég átti að sækja Hörð í skólann og Jóhannes var í trommutíma, tímaplanið small saman og ég bruna í Suðurlandssól, sé reyndar að bílastæðið er frekar svona yfirfullt af snjó og krapi en ég með mína tröllatrú á mínum bíl læt mig vaða og í stæðið. Um leið og legg bílnum man ég að ég þarf að redda einum hlut áður en ég leggst í hitann. Bakka út og bang, mín beint í skafl eða hvað sem þetta nú var og þar við sat ég var þarna pikk föst ÉG byrjaði á að reyna að bakka og fara áfram og svona gekk þetta í góðan tíma, fram, aftur, fram, aftur og ég fann að það var farið að síga smá í mig...... Til mín kom ung kona sem reyndi að ýta á mig en ekkert gekk. Þarna keyrðu heilu jepparnir fram hjá og engum datt svo lítið í hug að leggja manni lið Ég var að spá hvort ég þyrfti að fara út og stilla mér aumkunnaverðri fyrir utan bílinn til að einhver kæmi á hvíta hestinum mér til bjargar. Þá kom Agnes Halla með þessa snilldarhugmynd, hún sagði mér að biðja bara Guð um að senda engla sína til að hjálpa okkur Og mín gerði það og ég var ekki frá því að eitthvað gerðist, bíllinn smá mjakaðist áfram. En allt í einu eins og úr heiðskýru lofti kom engill í mannsmynd eða riddarinn á hvíta hestinum hvort heldur sé, að minnsta kosti kom þessi yndæli maður og mokaði undan bílum og kom mér þannig áfram. Takk kæri vinur fyir hjálpina, ég náði ekki að þakka honum þar sem ég þaut svo áfram að ég þorði ekki að stoppa til að segja takk
Þannig að ég missti af ljósatímanum, sótti strákana, fór í búðina og keypti handa okkur nammi Ég er búin að missa mig frekar mikið í nammi sl. daga og það er nú ekki gott, mín sem er að ná svo góðum árangri í vigtinni, þess vegna er þetta stjórnleysi frekar gremjulegt. Humm stjórnleysi og gremja, er það ekki eitthvað sem maður á að vera búinn að vinna bug á
En þetta er svona
Guð blessi ykkur dúllurnar mínar
knús Sædís
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.