Notaleg helgi að baki...

Þá er enn ein helgin liðin, við áttum virkilega góða helgi saman, ég og krakkarnir.  Í gær fórum við Agnes Halla á Jesúkonu stund í kirkjunni.  Yndisleg stund þar sem Maríanna kom og leiddi lofgjörðina, fluttir voru vitnisburðir og svo bara að hittast þessi frábæri hópur.  Í hádeginu fór ég á Krúsina í frábærum félgasskap og fékk mér súpu.  Dagurinn leið rólegur og þægilegur.

Í morgun skellti ég mér á al-anon fund þar sem 9. sporið var á dagskrá.  Alltaf rosa gott að skella sér á fund.  Síðan brunaði ég á bakkann þar sem ég sótti snúlluna mína og við brugðum okkur á samkomu, frábær samkoma, þvílík nærvera Drottins þarna.  Gunna predikaði og það var likt og hún væri að tala beint til mín því það sem hún sagði hitti mig svo gjörsamlegaHeart

Eftir hádegi ákváðum ég og krakkarnir að skella okkur í borgarferð, skauta eða keilu, heimsóknir, versla og fl.  Við byrjuðum á að fara í Kringluna í erindagjröðum, fann mín þá hversu illa svöng ég var orðin enda hafði ekkert borðað allan daginn, þegar ég verð illa svöng, verð ég stundum rosalega pirruð og skapstygg og þá er ekkert sérlega gott að hitta mig.  ÉG veit þetta er ekki gott en hef afsökun Crying Min flýtti sér í gegnum Hagkaup, hafði allt á hornum mér, naut þess ENGAN veginn að skoða föt eða hvað þá skóShocking og það lá við að ég hvæssti á þá sem fyrir mér urðu, ég benti sonum mínum á að þeir skyldu vinsamlegast vera snöggir að finna það sem vantaði svo við gætum farið að fá okkur að borða því þá myndi ég lagast aftur..... úff blóðsykurinn alveg verið fallinn greinilega.  Við völdum því það sem var fljotlegast að fá sér sem var því miður McDonaldsErrm tróðum okkur út af fitumiklum frönskum, sósu og kjúklingaborgara, samt var þetta svo gott, þrátt fyrir óhollustunaCool  Loks var mín orðin södd og sælleg og tilbúin að takast á við að skoða smá á útsölur.  Eitthvað hef ég samt ekki verið nógu vel að mér því ég fann ekkert sem heillaði mig, þ.e.a.s föt eða skór..... og þá er nú mikið að minni ef ég sé ekki eins og eitt skópar í borginni.

Næst skutlaði ég stráknum í skautahöllina, ákvað að leyfa þeim að fá að njóta sín og var þvi ekkert að trana mér með á skautasvellið, minnug þess hversu gríðarleg icequeen ég er Cool enda ekki í rétta uniforminu á skauta eins og í staffaferðinni um áriðTounge 

Við Agnes Halla ákváðum að fara bara í stelpuferð á meðan í búðir.  Hún verslaði sér fyrir afmælispeninginn sinn og ég fyrir vkLoL

Núna er klukkan orðin ansi margt, vinna á morgun og stíft prógramm alla vikuna, svei mér þá ef þetta er ekki bara eins og það á að veraCool 

Guð blessi ykkur

knús og kram

Sædís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vona að þú hafir sofið vel í nótt og verðir hress í dag þegar við hittumst.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.1.2008 kl. 12:38

2 Smámynd: ......................

Svona eiga helgar að vera. Afslappelsi, að rækta andann og svo smá búðarráp   AHE hefur ekki þótt leiðinlegt að sjoppa fyrir afmælispeninginn og hefur pottþétt fundið sér eitthvað flott.

Hlökkum til matarboðsins næstu helgi.

......................, 14.1.2008 kl. 13:19

3 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

TAkk fyrir það Ásdís, já hittumst eldsprækar

Nei henni Agnesi Höllu fannst sko ekki leiðinlegt að vera að versla og það var auðvitað keypt bratzbúningar og prinsessudót

Sædís Ósk Harðardóttir, 14.1.2008 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband