Frí að baki, janúar og þorrinn framundan

spaJamms allt tekur enda um síðir.  Á morgun hefst skólstarf á ný, réttara sagt er starfsdagur á morgun og svo koma krakkarnir hinn daginn.  Þetta jólafrí leið mjög hratt en var á sama tíma afar kærkomið og mjög notalegt í alla staði nema ef til vill hefði heilsan mátt vera betri á minni.

Nú er bara kaldur janúar framundan og litið við því að gera nema að taka honum með opnum örumumCool yfirleitt hafa janúar og febrúar og líka mars verið þeir mánuðir sem mér hafa fundist erfiðastir og þyngstir. 

En núna ætla ég að taka þeim með opnum örmum, gera eitthvað dásamlegt á hverjum degi, kannski einhverjum detti nú í hug að bjóða mér í leikhús eða út að borða, hver veitTounge   Ég gæti vel hugsað mér að nota gjafakortið sem ég fékk í jólagjöf og fara á snyrtistofu i smá dekur, láta nudda á mér táslurnar og lakka þær voða fínt og fá smá andiltsbað og nuddKissing

 ég fer að byrja í bootcampinu aftur og nú skal tekið á því eftir jólinTounge  Auk þess sem ég veit að það á að vera jesúkonuhelgi, stórmót í kotinu aftur og svo kannski kemst ég vonandi inn í Þórsmörk á þorra eins og undanfarin tvö árCool

  Núna hef ég Guð, kirkjuna mína og það samfélag til að stunda, auk alls annars sem ég er í.  Það er svo sem nóg að gera í bæjarpólitíkinni alltaf og svo hefst námið mitt á ný á mánudaginn auk þess sem ég er í fullu starfi sem kennari og líka sem móðir 3. barna sem eru í sínum tómstundum og fl. þannig að það er ekki eins og ég hafi ekkert að geraSmile

Ég hef fulla trú á þvi að þessir þrír mánuðir verði bara vel bærilegir og fullt af spennandi hlutum eftir að gerastSmile  Hann hefur ákveðnar áætlanir fyrir mig og ég er bara væntandi og spennt fyrir því hvað það er.

Já lífið er bara yndislegt er það ekkiKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Megirðu gleði njóta og góðra daga.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.1.2008 kl. 22:45

2 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Gleðilegt ár Sædís og takk fyrir það liðna :-)

Íris Ásdísardóttir, 3.1.2008 kl. 00:48

3 identicon

Hæ hæ Sædís - hvað tókstu margar einingar fyrir áramót?  Þú ert nú meiri dugnaðarforkurinn!  Þín Inga

Inga (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband