Mótvægisaðgerðir???????

Þetta er hið versta máli og það sorglega er að víða um land er ástandið mjög slæmt,  bara í mínu nágrannasveitarfélagi Ölfusi var eitt fyrirtækið að segja upp nýlega langflestu starfsfólki sínu.  Viða um land eru sjávarútvegsfyrirtæki i rekstrarerfiðleikum.

Mótvægisaðgerðir eru að skila afar litlu,   virðist vera misheppnuð tilraun við að klóra aðeins yfir þessi mistök að skera kvótann svo mikið niður.  Ríkisstjórnin verður að koma með betri aðgerðir til að styðja við bakið á sjávarútveginum þar sem þeir skáru kvótann eins mikið niður sl. haust eins og raun ber vitni.


mbl.is Uppsagnir á Dalvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl, Sædís Ósk og gleðilegt ár !

Þakka þér; einurð og stuðning þann, sem þú vilt, af einlægni sýna sjávarútveginum, á sama tíma, og flestir landa okkar eru uppteknir af þeim hégóma, hvort Ólafur Ragnar Grímsson sitji; einn ganginn enn, að Bessastöðum, á óverðskulduðum ofurlaunum.

Mbk., niður á Eyrarbakka, úr Efra- Ölfusi / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 21:56

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Gleðilegt ár sömuleiðis nágranni.

Sædís Ósk Harðardóttir, 2.1.2008 kl. 22:00

3 identicon

Sæl Sædís og gleð'ilegt nýtt ár.

Varðandi svokallaðar mótvægisaðgerðir þá er það nú einu sinni svo að núverandi ríkisstjórn er ekkert að gera, það er eins og landsbyggðin skipti engu máli.

Í dag var verið að segja upp 32 á Dalvík og svo get ég sagt þér frá því að SVN ætlar ekki að nota loðnuverksmiðjuna á Siglufirði framvegis, þetta er verksmiðja sem var byggð upp að nýju 1999 og var það kostnaður um 1 milljarð en í dag þá er þetta verðlaust. Hver hefði trúað því 1999 að árið 2008 þá yrðu þessu stóra apparati lokað ja ekki ég.

Það er staðreynd að landsbyggðin blæðir út hægt og hljótt og flestum er sama.

Hermann Einarsson (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 22:07

4 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Já það er nefnilega málið að þessar svokölluðu mótvægisaðgerðir sem lofaðar voru landsbyggðinni eru engar og þetta er skelfileg þróun sem er að eiga sér stað.  Innan 10 ára eða fyrr er ansi hætt við því að landsbyggðin verði auðn ein saman.

Sædís Ósk Harðardóttir, 2.1.2008 kl. 22:14

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þessi ríkisstjórn fann upp orðið mótvægisaðgerðir en veit ekki hvað það þýðir........líklega halda þeir að fl. bílastæði í miðborg Reykjavíkur séu mótvægisaðgerðir.

Einar Bragi Bragason., 2.1.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband