Tónlist....

musikMerkilegt hvað tónlist spilar mikinn þátt í lifi fólks.  Tónlist tengist tilfinningum, minningum, ýmsum gjörðum og margt fleira.  Oft á tíðum tengist tónlist sérstaklega ást og þeim þáttum sem henni fylgir, hvort sem það er gleði eða sorg.  Ákveðin lög tengjast oft ákvðnum minningum sem stundum er ljúft að heyra en stundum er það óbærilegt.  Þegar maður er ástfanginn þá vill maður helst bara hlusta á ljúfa rómantíska tónlist, í ástarsorg getur maður ekki hugsað sér að hlutsta á slíka tónlist, þegar maður er að þrífa þá er það rokkið sem gildir eða önnur stuðtónlist, í ræktinni er það stuðið sem gildir, þegar maður er íhuga og soaka þá er það lofgjörð sem gildir og þannig mætti lengi telja.

Tónlist inniheldur oft texta.  Textar eru oft misinnihaldsmiklir og snerta mismikið við manni.  Margir eru mjög fallegir og segja mjög margt.  Ég er þessa dagana heltekin af disknum með Katie Melua, vissi fyrst ekkert hver þessi söngkona væri en svo heyrði ég ákveðið lag og það snart mig svo sannarlega.  Textinn í því lagi er mjög svo réttur eitthvað og grípur mann.  Eins og segir í textanum: "I took the change of loving you"  Vissulega erum við alltaf að taka ákveðinn séns ef við ákveðum að elska einhvern.  Taka séns á því að ástin verði endurgoldin, taka séns á að fá ekki höfnum, taka sénsinn á svo mörgu.  Vissulega er ein ást sem við gefum sem alltaf er endurgoldin en það er ást okkar til Guðs, hann svo sannarlega elskar okkur skilyrðislaust og það er gott að lifa i þeirri fullvissu.  En veraldlega ástin er hverful, fólk verður ástfangið sí og æ, í mismunandi ástandi, aðstæðum og fl.   Endilega hlustið á lagið og sérstaklega á textann http://www.youtube.com/watch?v=x25F3-sR2Yo

love SædísHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst líka æðislegt að hlusta á Katie, textarnir og allt getur verið svo ótrúlega heillandi. En það er líka gott að vita að það er "einn" sem elskar okkur gegnum allt.   kveðja til þín vina mín

Ásdís Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 21:27

2 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Fæ alltaf tár í augun þegar ég hlusta á Kate og sérstaklega þetta lag sem hefur ómað á bylgjum ljósvakans í allt haust. Ótrúlegt hvað mér finnast stundum sumir ástarsöngvar vera sungnir bara beint til mín eða fjalli um mig!!!  Ekki furða þó maður vökni um augun.

Linda Lea Bogadóttir, 30.12.2007 kl. 21:56

3 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

já mikið er ég samála þér Linda, oft eins og maður sér persóna í þessum textum. 

Takk Ásdís og kveðja til þín líka:)

Sædís Ósk Harðardóttir, 30.12.2007 kl. 22:00

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gleðilegt ár kæra Sædís !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.12.2007 kl. 01:17

5 identicon

Núorðið hlusta ég á allavega tónlist, vissulega hefur tónlist magnandi áhrif á ákveðnar tilfinningar, en ég huga lítið að því lengur, meira um hvað sungið er. 

Rage Against the Machine er til dæmis gríðargóð stuðgrúbba fyrir áramótaparty, hreingerningar eða ræktina, meðan Ian Brown er mildari og hentar í jólaboð, ástarfundi eða djúpsjárköfun.

Áramótakveðja

Gullvagninn (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 14:58

6 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Já þetta er alveg satt hjá þér, takturinn og tilfinningin í sumum lögum hjá Ian Brown hentar vel í þessi tilvik sem þú nefnir Gullvagn

Sædís Ósk Harðardóttir, 1.1.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband