17.12.2007 | 23:29
Flækja, flækja, flækja
Stundum getur einhvern veginn allt verið ein flækja. Bæði lífið og seríur..... ég hef náð að halda þau loforð sem ég gaf mér sl. jól um að nú myndi ég ekki skreyta svona mikið en samt er það nú þannig að alltaf þarf úr einhverjum flækjum að greiða hvort sem það er í privat lifinu eða einföldum jólaljósaseríum og ég er að glíma við bæði Ég í mínu bráðlæti á þrettánandum síðasta tók seríurnar af jólatrénu og hef bara skellt þeim ofan í jólatréskassann í þeirri einföldu von að um næstu jól væru þær sléttar og óflæktar bara sísvona, ohh nei ekki alldeilissss kvöldið er búið að fara að mestu í að leysa þessar 5 seríur sem fara á tréð, við ætlðum sumsé að skreyta tréð í kvöld því um helgina verða krakkarnir hjá pabba sínum. Þannig að til að vera búin að eiga þá notalegu skreytingarstund saman áður en þau færu þangað því þorláksmessa er vist á sunnudaginn. Þannig að kvöldið fór í flækjur af öllum stærðum og gerðum og á meðan bíða kúlurnar ofan i kassa til að verða settar upp, en það verður bara gert á morgun þegar mín hefur náð að losa þær allar af sinni alkunnu þolinmæði Þannig að nú er bara privat flækjurnar sem þarf að leysa og ef ég þekki mig rétt, gerist það ekki á einni nóttu.... Hvenær skyldu hlutirnir fara að verða einfaldir hjá mér Ég er samt betur fer komin úr "aumingja ég um þessi jól" gírnum, því ég er búin að sjá það að ég er ekkert aumingja ég, ég get gert allt sem ég þarf að gera og meira til, fæ svo bara vini og vandamenn og verkstæði til að redda því sem ég get ekki sjálf....
Annars var ég á leikskólanefndarfundi í dag, þar sem við kvöddum hana Heiðdísi sem er að láta af störfum um áramót. Á fundinum voru kynnt frumvarp til laga um leikskóla auk þess sem að móttaka nýbúa var rædd. Á síðasta bæjarstjórnarfundi var fyrri umræða um fjárhagsáætlun 2008 rædd og mikið í pípunum og margt að gerast í okkar yndæla sveitarfélagi.
Well well best að fara að sofa svo hurðaskellir gefi mér eitthvað fallegt í skóinn
góða nótt og Guð blessi ykkur
Athugasemdir
Nei, það er sko alveg rétt, þú ert enginn aumingi. Takk fyrir hittinginn í dag, það var bara gaman hjá okkur. Flækjur eru alltaf til staðar í lífinu og stundum eyðir maður allri æfinni í að leysa þær, allt er þetta þess virði.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.12.2007 kl. 23:42
Takk sömuleiðis, þetta var bara voða fínn fundur og notalegt hjá okkur Já flækjur eru sko bara til að leysa þær ekki satt
Sædís Ósk Harðardóttir, 18.12.2007 kl. 00:00
fjölskylduflækjur eru þær allra verstu flækjur sem ég þekki og þær geta orðið erfiðar um jólahátíðina, en þá er bara að einbeita sér að jólaseríuflækjum
Guðrún Sæmundsdóttir, 19.12.2007 kl. 09:52
já sem betur fer er þetta nú ekki fjölskylduflækja heldur bara flækjufóturinn ég, sem veit stundum ekki hvort ég á að fara til hægri eða vinstri
Sædís Ósk Harðardóttir, 19.12.2007 kl. 10:35
Hægri eða vinstri í pólitík
Eiríkur Harðarson, 19.12.2007 kl. 13:58
já ert hörkur kona að leysa þetta jólaljós en bæinn hjálpa
Guð blessi þig
Gulli Dóri
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 19.12.2007 kl. 19:51
Vinstir of course Eiríkur minn langt langt til vinstri.
Já bænin hjálpar svo sannarlega Gunnlaugur minn Guð blessi þig sömuleiðis
Sædís Ósk Harðardóttir, 19.12.2007 kl. 23:37
haha - ertu Fóa.. Fljækjurófa ? Kannast svo við þetta... við erum ekki náskyldar fyrir ekki neitt...
Maður er alltaf að flýta sér að ganga frá eftir jólin og ætlar sér góðan tíma næstu jól.... Gangi þér vel fram að jólum...
Linda Lea Bogadóttir, 20.12.2007 kl. 22:44
Gleðileg jól - kveðja frá Hafnarfirði
Valgerður Halldórsdóttir, 23.12.2007 kl. 16:55
Elsku frænka... Sendi mínar bestu óskir um gleði og frið á jólunum til þín og þinna.
Þakka samveruna í bloggheimum á árinu sem er að líða sem og aðra samveru þó hún hafi verið allt of stutt og fátíð. Bætum úr því á nýja árinu.
Megi nýtt ár færa þér enn meiri gleði og hamingju.
Jólakveðja
Linda Lea Bogadóttir, 24.12.2007 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.