Bleikt og blátt

Ég ætla ekki að fara að fjalla um ákvðeðið tímarit hér heldur þessa merkilegu liti.  Umræðan hefur undanfarna daga snúist um kyngreiningu með litum.  Mér  persónulega hef alltaf fundist bleikt stelpulegt og blátt fyrir stráka og ekki fundið neitt að því.  Langar því að deila með ykkur skondinni sögu af dóttur minni er við fórum að versla úlpu á hana fyrir rúmu ári síðan þá hún rétt að verða fimm ára.  Ég á fyrir tvo stráka og þegar ég fékk stelpu fannst mér voða gaman að geta farið að dúllast með hana, greiða henni, klæða hana í kjóla og "stelpuföt"  En viti menn, þessi unga dama var með sinn smekk og sinn vilja.  Hún er með sítt hár en hún er ekki mikið fyrir pjátur og punt í hárið sitt, er frekar hársár og vill ekkert mikið láta greiða sér og oft fer hún eins og veðurbarin í skólann með hárið úfið í tagliLoL mér finnst það reyndar bara krúttulegt.  Hennar fatasmekkur einskorðast ekki bara við rautt og bleikt þrátt fyrir að það hafi verið eini litirnir sem hún átti þegar hún var ómálga. Hún er mjög litaglöð.   Úlpan sem við vorum að reyna finna fannst ekki við fyrstu leit, ég vildi rauða úlpu handa henni en hún vildi BLÁA úlpuCrying Ég reyndi að telja henni trú um að þar sem hún væri stelpa ætti hun að vera í rauðri úlpu... humm ekki mjög feminísk hugsun hjá mér sem er mjög feminísk.  Stelpan var þrjósk og ég var þrjósk, hun tók fram bláa úlpu og ég rauðaCool Allt í einu var eins og ég fengi svona smá bank á bakið og ég hugsaði með mér hvað ég væri eiginlea að spá, stelpan vildi bláa úlpu og þá ætti ég bara að leyfa henni það.  En svona getur maður verið fastur í einhverju fyrirfram ákveðnu munstri sem ég hef ekki hugmynd um hver ákvað í upphafi einu sinni.  En bláu kápuúlpuna fékk hún og er bara rosa fín í henni eins og öllu sem því sem hún er íTounge 

Þannig að þrátt fyrir að vera feministi er ég smá föst í þessu bleika og bláa.....

Guð blessi ykkur og gefi ykkur dýrðlega drauma í nótt

ég ætla að reyna að svífa um á bleiku skýi inn í draumaheiminn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég las einu sinni um það af hverju blár væri strákalitur og bleikur stelpulitur  Í heimildum frá því nokkur þúsund árum fyrir Kristsburð er talað um þetta. Bláir litir og m.a. bláir kristallar hafa róandi áhrif meðan bleikur litur og bleikir steinar koma inn með orku og kraft til að mynda. Kynineru ólík að upplagi, strákar eru oft kraftmeiri en stelpur. Því fengum strákar bláa orkusteina og stelpur bleika til að hjálpa þeim að ná betra jafnvægi.

Ætli Agnes Halla hafi ekki bara verið nógu orkumikil í fyrra að hún hafi þurft bláa úlpu  

Brynhildur Yrsa (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 09:22

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

hahaha jú ætli það ekki bara

Sædís Ósk Harðardóttir, 4.12.2007 kl. 21:33

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG vil bleikt og blátt ekki spurning.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.12.2007 kl. 21:19

4 Smámynd: Anna S. Árnadóttir

Ég vil náttúrulega halda þessu bleika inni fyrir okkur dömurnar...er eitthvað að þarna heima?? Í alvöru? Hér fara allir í bleika boli, karlar og konur afþví kóngurinn á afmæli.. Ég held að við séum á villigötum ef á að banna bleikt fyrir dömur...LIFUM of leyfum öðrum að lifa sínu lífi...ég er einmitt núna að fara ða kaupa mér bleikt naglalakk og varalit í stíl...fer svo vel við bleika bolinn og brúnkuna:-)Gasalega nauðsynlegt að vera lekker og nota bleikt!!!Það er svo dömulegt..

knús elsku Sædís mín frá Thai

a

Anna S. Árnadóttir, 6.12.2007 kl. 12:45

5 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Skemmtileg pæling :-)

Íris Ásdísardóttir, 9.12.2007 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband