22.11.2007 | 23:24
10,3 kg.............
Jamm þá eru það nýjustu tölur, mín skellti sér í höfuðborgina áðan og á fund í danska, búin að vanrækja þá fundi svolítið síðustu vikur, kannski lagt meiri áherslu á bootcampið. Ákvað að drífa mig í bæinn og nota ferðina bara í leiðinni til annarra hluta. Noh þá eru farin í heildina 10.3 kíló, sem ég er bara nokkuð sátt við Þannig að þá var annað hvort að halda upp á það með djúsí hamborgara eða bara að kaupa sér eitthvað sætt og vissulega valdi ég eitthvað sætt og það var sko úr nógu að velja trúið mér. Fór í Smáralind og keypti nokkrar jólagjafir og smá dúllerí handa mér Ég meira að segja gerðist svo fræg að koma inn í söluhæstu búð heimsins um tíma, sjálfa Toy R us. Já ég hefði nú ekki haft neitt á móti því að þessi búð hefði verið til þegar ég var barn, missti mig smá í að skoða allt þetta flotta dót þarna inni, náði samt að kaupa bæði afmælisgjöf og jólagjöf handa prinsessunni minni
Bíllinn var nú eitthvað að stríða mér á leiðinni í bæinn og til baka, úff ég bíð bara efitir að það komi "game over" í mælaborðið, ljósasjóvið er orðið to much fyrir mig þannig að ég verð líklega að fara að láta tékka á þessu. Nýlegur bíll og það bara getur ekki verið mikið að 2-3 ára gömlum bil. Stundum held ég að ég sé orginal blonde þegar kemur að bílamálum En heim komst ég og það er nú fyrir mestu ekki satt En þá er það bæði ofnavandamál og bílavandamál sem bíða mín, hvers á kona að gjalda
Ég meira að segja kíkti í heimsókn til Öddu frænku sem var að setjast að í höfðuborginni með Jóni sínum. Hann var reyndar ekki heima, var eitthvað að projecta eins og það kallast. Flott hús hjá þeim skötuhjúum.
Þá er bara að fara að skríða í háttinn eftir skemmtilegan dag, reyndar einhver smá pest enn að stríða mér en það lagast.
Guð blessi ykkur
Sædís bílasnillingur.......
Athugasemdir
Til hamingju með árangurinn duglega stelpa:-)
knús og klemm frá Thailandi
a
Anna S. Árnadóttir, 23.11.2007 kl. 17:41
Sæl til hamingju - guð hvað þú ert dugleg. Ég vildi að þetta gengi svona vel hjá mér - sem sagt ég vildi að ég væri svona dugleg - þetta er einhvern veginn alveg stopp hjá mér - en þá er bara enn að reyna meira. Ég er annars enn svolítið í losti yfir Sædísi hinni trúuðu - þetta með að batna í hendinni og fólk hafi hlaupið alheilbrigt út reynist mér svooooldið erfitt, en ég reyni og reyni að minna mig á að þú ert áreiðanlega bara sama Sædís og þú varst, líður bara betur og er sælli. Og allt sem gleður þig gleður mig dúllan mín
Inga (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 20:50
Takk dúllurnar mínar já já Inga mín ég er sko sama Sædísin og ég hef alltaf verið, enn sami flækjufóturinn og skipulagsleysismanneskjan. Bara kannski smá bættari andlega
Sædís Ósk Harðardóttir, 23.11.2007 kl. 20:58
Sá á fundinum að það hafði ýmislegt minnkað hjá þér, en ekki góða skapið og brosið. Blessuð láttu líta á bílinn áður en fleira bilar. EIgðu góða helgi.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.11.2007 kl. 22:00
Takk fyrir það Ásdís mín og góða helgi sömuleiðis
Sædís Ósk Harðardóttir, 23.11.2007 kl. 22:32
Ég ætla í dönskuna eftir áramót, hvar eru þessir fundir sem þið hittist á?
Guðrún Sæmundsdóttir, 27.11.2007 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.