Handlaginn heimilisfaðir óskast.........

hadnymanJá stundum væri gott að hafa einn slíkan hér á heimilinu.   Þrátt fyrir að lífið sé ljómandi gott og fínt eins og það er þá fara sumir hlutir úrskeiðis og bila eins og gengur og gerist með hluti....Crying   Eins fær og ég get verið á sumum sviðum þá eru nokkrir hlutir sem ég er bara ENGAN veginn fær umShocking   Eins og til dæmis þarf ég að setja upp nokkur ljós og það kann ég bara alls ekki, ég fengi líklega straum um hæl....laga bíla, pípulagnir því nú um daginn byrjaði að leka ofn inni hjá Jóhannesi syni mínum, fyrst þrætti ég við hann og sagði að hann hefði nú bara líklega hellt niður (herbergið hans er nota bene frekar svona í líkingu við herbergi 13 ára unglingspilta)  Eftir nokkrar ferðir með handklæði til að þurka upp bleytuna fór ég nú að átta mig á því að þetta væri nú líklega eitthvað annað en niðurhelling hjá drengnumWoundering  þreyfaði á ofninum, sem reyndar er búinn að vera ansi leiðinlegur allt þetta ár.  Humm jú það lak þarna úr ofninum.. humm þá voru góð ráð dýr.  Ég komin með handklæðabunkann undir ofninn en það dugði ekki til, farið að sjá á parketinu og lekinn stöðugur.  Ég fékk því minn yndæla mág hingað yfir til mín til að tékka á þessu og hann barasta tók ofninn af og aftengdi.  Þetta þýðir það að ég þarf víst að fá mér annan ofn og pípara til að setja hann upp, nema ég biðji mága mína um það.  Það er á svona stundum sem maður hugsar hversu gott það væri að hafa til staðar svona handyman á heimilinu til að dytta að hinu og þessu sem þarf að lagaCool   En eins og staðan er núna er ég nú bara voða heppin að eiga þá tvo yndæla mága sem gera þetta fyrir migSmile   svo fara synirnir nú að eldast og verða því færir í að hjálpa mömmu sinni með þessa hluti, þannig að ég þarf bara ekkert að vera að kvarta neittLoL

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Saumakonan

var það minn elskulegi uppeldisbróðir sem aftengdi ofninn?   Hvaða "þumalskrúfu" er hægt að nota á hann svo hann komi hingað til að hjálpa mér svo ég komist inn fyrir jól?????? hehehehehhehee    Svakalegt að hafa svona fína smiði í fjölskyldunni og geta svo ekki NOTAÐ ÞÁ!!!   pfftt bara sko

Saumakonan, 21.11.2007 kl. 14:11

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

hahah ég tími ekki að sleppa honum héðan, hann á nóg með að hjálpa mér Annars var það annar mágur minn sem aftengdi ofninn.  Þeir hafa báðir í nógu að snúast með mig heheheh og ég er svo þakklát fyrir þá

Sædís Ósk Harðardóttir, 21.11.2007 kl. 14:18

3 Smámynd: Gísli Torfi

Jarðskjálftarnir komu við sögu í kotinu.. hann AJ Jones sagði að við ættum ekki að vera undrandi ef jörðin myndi skelfa bráðum :) og hvað kom á daginn .. en ég vona nú að allir séu heilir og ekki mikið tjón hafi hlotist af þeim.. já gott að eiga góða að í SOS tilvikum.... kv G

Gísli Torfi, 21.11.2007 kl. 16:54

4 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Of alveg nóg að eiga bara mága... Handlagni heimilisfaðirinn er hvort eð er orðin sjaldséður hvítur hrafn !

Linda Lea Bogadóttir, 21.11.2007 kl. 16:54

5 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Já það er víst rétt Linda mín

Já það kom svo sannarlega á daginn hjá AJ.  Hér eru allir heilir  og ég fann nú voða lítið fyrir þeim.  Vonandi að þeir séu ekki fyrirboðar stærri skjálfta.  Biblían talar nú um að á seinustu tímum muni verða jarðskjálftar

Sædís Ósk Harðardóttir, 21.11.2007 kl. 19:20

6 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

síðan væri athugandi að bögga bara nágrannana?

Ragnar Kristján Gestsson, 21.11.2007 kl. 21:34

7 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

hahha já takk fyrir það Ragnar

Sædís Ósk Harðardóttir, 22.11.2007 kl. 10:42

8 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

TAkk Svana mín

Sædís Ósk Harðardóttir, 22.11.2007 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband