Mikið að gerast

Þetta er svo sannarlega búinn að vera áhugaverður dagur í íslenskum stjórnmálum.  Miklar fréttir úr höfðuborginniTounge  Við völdum hafa tekið frábærir einstaklingar að mestu, reyndar hefði verið gott ef VG og S hefðu getað tekið þetta einir.  Ég sé fram á góða tíma í höfuðborginni þar sem þeir gefa sig út fyrir að vera félagshyggjustjórn.  Vonandi er spillingin með orkuveituna að baki og fólk getur treyst þessum meirihluta fyrir hagsmunum sínum.  Vonadi verður það bara ríkisstjórnin næstCool

Það gekk bara nokkuð vel hjá doktor útlenskum í dagCool  Ég skrifaði samviskusamlega orðalista á ensku, sat lengi með orðabókina og valdi nokkur vel völd oroð, mjög fræðileg og flott orð.  Þannig að ég mætti með blað til hans og settist fyrir framan hann og byrjaði að þylja upp sögu mína.  Gleymdi að finna rétt orð yfir heiladingul, þannig að ég benti bara á hausinn á mér og sagði "braindong" eins og einn góður samkennari minn sagði mér að gera.  Það kom nú margt og mikið út úr þessum tíma en ég þarf reyndar kannski að hringja aðeins í lækninn minn og fá nokkrar útskýringar á einu og einu hugtaki sem ég náði ekki alvegCrying  Ekki það að enskan mín sé svona slök, heldur eru þetta svo mikið af fræðorðum.... hummm en stórfínn læknir sem gaf sér virkilega góðan tíma til að athuga alla ómögulega og mögulega þætti.

En svo var kvöldið alveg frábært, við bakkaskvísur fæddar 71, 72, 73 og 74 vorum að hittast í kvöld, frábær mæting og mikil stemming.  Frábært að hitta þær allar.

En nú ætti maður að fara að sofa

knús Sædís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Gott þú sagðir ekki "dingdong" hann hefði þá haldið að þú værir með bjöllur í hausnum... eitthvað kúkú.. Vona að það sé þó ekkert alvarlegt að ?
Hlakka svo til að hitta ykkur á laugardaginn. 

Linda Lea Bogadóttir, 12.10.2007 kl. 00:07

2 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Ha ha ha.  Greinilega miki ævintýri að fara til svona útlensks læknis  

En takk fyrir síðast Sædís mín.  Þetta var frábært kvöld og ég hef ekki hlegið svona mikið í langan tíma.  Gaman að sjá þessi bréf frá E.K.

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 12.10.2007 kl. 08:31

3 identicon

Takk fyrir síðast frænka, þetta var rosalega skemmtilegt.  Finnst samt verst að þú skyldir sofa hjá Elínu Katrínu þarna um árið .........ég tek undir með Rannveigu, langt síðan maður hefur hlegið svona mikið.  Sjáumst svo á laugardaginn

kær kveðja Sandra Dís

Sandra Dís (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 09:37

4 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

hahahha já þetta var bara skemmtilegt og það sem er gaman að rifja upp svona sprell og skemmtilegheit.  Frábært að skoða þessi gömlu bréf öll

Sædís Ósk Harðardóttir, 12.10.2007 kl. 14:37

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Braindong, þú ert nú bara fyndin.  Vona að það sé ekkert mikið að angra þig.  Eigðu góða helgi.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.10.2007 kl. 19:00

6 identicon

Sæl, það var ekki verið að bjóða mér í geim:) annars þú ert alltaf jafn fyndin,haha ég er að æfa mig í að vera meira með ....kv.Elva

Elva Marteinsd (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband