8.9.2007 | 21:28
Lestur og aftur lestur
Já það sem hægt er að detta niður í lestur, ég er með svo mikið af góðum bókum að ég veit eiginlega ekki á hverju ég á að byrja. Ég er bæði að reyna að lesa í gengum allt þetta lesefni sem við eigum að lesa í kúrsinum sem ég er í í KHÍ, um lestur og lestrarnám barna, sem er bæði fróðlegt og gagnlegt Einnig er ég á kafi í frábærum bókum sem fjalla um lífið og tilveruna. Mæli með bók sem heitir lífsreglurnar fjórar sem er viskubók Toltekta, einnig er lesefni al-anon alltaf rosa gott, auk þess sem ég var að fá lánaða frábæra bók hjá Jónu vinkonu sem heitir Sensorcises, Active enrichment for the out of step learnar, það er bók sem fjallar um hvernig hægt er að örva heilann og taugaboðin með ákveðnum heilaæfingum. Hlakka til að prófa þetta í kennslunni Annars er þetta bara róleg helgi, var að vinna smá í dag í Merkisteini, úff það var ansi erfitt að standast allt NAMMIÐ.... en mín stóðst það eins og hetja, maulaði bara rófur frá Gvendi á Sandi í staðinn miklu betra og hollara. Lagðist svo í heimsóknir og er síðan að leiða fund í fyrramálið og er að fara að reyna að undirbúa mig fyrir hann. Reyndar er svo afmælisboð á morgun hjá Sindra frænda mínum, þarf einnig að undirbúa mig undir það því þá koma aftur freistingar
En nóg í bili
Eigið þið gott og ljúft laugardagskvöld
knús Sædís
Athugasemdir
Vitlaust að gera hjá minni, skemmtu þér vel í afmæli ofl.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.9.2007 kl. 21:33
Takk fyrir það Ásdís mín
Sædís Ósk Harðardóttir, 8.9.2007 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.