Skór, danski kúrinn og tiltekt....

tiltekt 

úff það er eins og það taki hvert við af öðru.  Ég hafði mig í það í gærkvöldi að taka herbergið hans Jóhannesar í gegn, eða réttara sagt henda út úr því sem hægt varCrying og svo í dag fór ég og keypti málningu og nú skal herbergið tekið í gegn þannig að það verði varið gegn drasli og sóðaskapGasp

Annars tók ég stóra ákvörðun á þriðjudaginn, ég ákvað að hefja mína danska kúrsgöngu á nýCool minnug þess að fyrir þremur árum byrjaði ég þarna og á hálfu ári náði ég af mér 20 kílóum en þau komu aftur þegar ég fór að svindla smá og smá og svo alltaf meira og meira og svo enn meira og enn enn meiraCrying NEI nú sé ég að þetta er ekki að gera sig, ég er búin að vera í ár að sannfæra sjálfa mig um að ég geti þetta alveg ein og óstudd.... en ó nei það er öðru nær, ég þarf stuðning og agaGasp en það er bara svona og þá er bara að viðurkenna þaðLoL Og í dag og í gær er ég búin að vera eins og kanína, étandi kál og gulrætur i öll málTounge en mikið er þetta samt gaman að byrja á einhverju svona hollu og góðu og ég er svo sannarlega búin að missa ein 10 kíló bara í andaCool

images

En annað sem ég var að spá, hvað þetta er með mig og skó.  Á miðvikudaginn þegar ég var í bænum skellti ég mér í Kringluna og ég mátti ekki ganga fram hjá einni einustu skóbúð án þess að sogast inn í hanaErrm ekki það að mig bráð bráð vanti skó, en kona getur nú alltaf á sig blómum bættTounge Síðan datt ég í geisladiska og bækur og keypti handa strákunum nýja diskinn með Magna og mér nokkrar góðar handbækur um lífið og tilverunaCool

Jæja best að fara að koma sér í að mála, ekki seinna að vænna þar sem ég er nú komin með málningunaShocking

knús Sædís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sæl sæl.

Var einmitt að svolgra í mig hollustudrykk úr sojamjólk, melónubita, bananabita og frosnum aðalbláberjum að vestan   svo nú er ég með orku dauðans hérna við tölvuna... nenni samt engu.  Skrítið haha. 

Gangi þér vel að mála.

Heyrumst kveðja Rannveig

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 1.9.2007 kl. 10:59

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæt mynd af ykkur. Megrun er örugglega þreytandi, ég er svo heppin að vera komin á þann aldur að elska nokkur aukakíló, gott að eiga þau að ef maður yrði veikur eða eitthvað (góð afsökun) vertu dugleg að mála.  ekki samt skrattann á vegg.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.9.2007 kl. 18:32

3 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Takk fyrir það Ásdís mín:) Já megrun er frekar þreytandi, kannski ætti ég bara að kalla þetta lífsstílsbreytingu

Sædís Ósk Harðardóttir, 1.9.2007 kl. 22:29

4 Smámynd: Linda Ásdísardóttir

Alltaf nóg að gera hjá þér :)

Linda Ásdísardóttir, 2.9.2007 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband