Kominn tími til að stöðva stóriðjustefnuna

Það er sannarlega áhyggjuefni eigi stóriðjustefna fyrri ríkisstjórnar að halda áfram óbreytt.  Ég var að vona að með komu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn myndi verða breytingar þarna á.  En annað hefur greinilega komið á daginn.  Fyrirhugaðar álversframkvæmdir halda áfram eins og ekkert hafi í skorist.  Miðað við stefnu stefnu ríkisstjórnarinnar að heimila að áfram sé haldið undirbúningi álverksmiðja í Helguvík, í Straumsvík, á Húsavík og víðar í skjóli útgefinna rannsóknaleyfa til orkuöflunar. 

Það er kominn tími til að stöðva þessa óráðsíu og tek ég undir orð VG um að brýnt sé  að Íslendingar móti sér vistvæna og sjálfbæra orkustefnu til langs tíma litið eins og VG hefur lengi talað fyrir og ítrekað lagt fram tillögur um, síðast í stefnuritinu Græn framtíð.

 


mbl.is VG lýsir yfir áhyggjum vegna undirbúnings við álver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Sammála!

Valgerður Halldórsdóttir, 19.7.2007 kl. 13:56

2 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Minni á að óráðsía VG var söðvuð í kosningunum í vor og þeirra tími kemur ekki næstu árin og vonandi aldrei. 

Gangi ykkur vel í stjórnarandstöðu.

kær kveðja

Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 19.7.2007 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband