Klukkuð.....

Já það var hér fyrir nokkrum dögum síðan að ég var klukkuð af Elínu vinkonu og einnig saumakonunni.  úfff þið setjið mig í algjöran bobba stelpur því það er held ég ekkert sem enginn veit um migCrying En reynum samt aðeins.... 8 hlutir sem aðrir vita ekki um mig....

 

1.  Ég er með skápafóbíu, þ.e á mjög erfitt með að skipuleggja þá og fæ svona hroll ef ég á að raða miklu inn í þá og skipuleggja. Var stundum sett út á mína "hæfileika" við að raða t.d fötum og í eldhússkápa af fyrrverandi sambýslismanni. En minn þröskuldur er kannski hærri en annarra við þaðCool.

2.  Ég þoli ekki ef klósettpappírsrúllan snýr öfugt á statífinu, sný henni alltaf við ef ég kem að salerni þar sem hún snýr RANGT.   Opnar skúffur og hurðir á skápum fara í taugarnar á mér, ef ég veit af opinni hurð einhver staðar í húsinu verð ég ekki rónni fyrr en ég ef bún að fara t.d fram og loka henni þótt ég sé t.d farin upp í rúm að sofa.  líka ef ég er á öðrum stað en heimili mínu og sé opna skáphurð verð ég að loka henni.....

3.  Ég fór einu sinni hringinn með fjölskyldunni minni á 30 klukkutímum og náðum samt að stoppa hér og þar, fara í sund á Egilsstöðum og gista á Höfn í Hornafirði, borða á Akureyri og víðar og sjá helling af landinu.

4.  Ég tek í nefið svona mentol snuff (við sérstök tilefni aðallega í dag en tók daglega í nefið hér í kringum 18-19 ára aldurs) Ég elska tattú og er komin með 4 tattú og þar af eitt mjög stórt. Er svoldið hæfilega wild í mér þótt ég beri það ekki utan á mér dags daglega. Samt fíla ég líka Duran Duran og Madonnu og hef alltaf gert.

5.  Mér fannst Pálmi Gunnarsson söngvari alltaf rosa flottur og sexy þegar ég var unglingur og vonaðist alltaf til að hann yrði kærasti minn þegar ég yrði eldri.

6.  Ég stunda al-anon fundi og hef fundið minn æðri mátt, það hjálpar mér rosa mikið því ég er mjög meðvirk og á erfitt með að segja nei og segja eitthvað sem gæti sært aðra.

7.  Mér finnst rosa gaman að fara í búðir og versla þá sérstaklega skó, ég á um 120 pör af skóm skv. síðustu talningu

8.  Ég á það til að vera svoldið hvatvís og stundum svoldið ofvirk, framkvæma hluti og hugsa síðan, stundum hefur það komið mér í bobba en hvað er gaman af lífinu nema að taka smá sénsa hér og þar og láta bara vaða.

 

Mig langar að klukka Sólborgu, Thelmu og hlaupagarp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Er millinafn þitt nokkuð "Imelda"

Valgerður Halldórsdóttir, 17.7.2007 kl. 21:08

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís. Þú ert nú fjölbreytt og skemmitleg skv. klukkinu. FInnst þú reyndar skemmtileg að hita þig svona face to face.  Kveðja á bakkann.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.7.2007 kl. 22:18

3 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Takk fyrir það Ásdís sömuleiðis

Imelda hehehhe

Sædís Ósk Harðardóttir, 17.7.2007 kl. 23:51

4 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

1,2,5,6og8 á við um mig líka, mikið erum við nú líkar elskan  sjáumst sem fyrst, hvernig væri að kíkja saman á kaffihús og fund eitthvað kvöldið?????

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 19.7.2007 kl. 12:56

5 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Já endilega:) hvernig væri á þriðjudaginn dúllan min

Sædís Ósk Harðardóttir, 19.7.2007 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband