21.5.2007 | 18:23
Mér verður óglatt
Hvað er að mönnum, ég verð svo reið þegar ég les svona og skortir orð til að lýsa vanþóknun minni á furðulega lágum dómi við slíkum hræðilegum glæp.
Í niðurstöðu dómsins segir, að við ákvörðun refsingar sé litið til þess að maðurinn hafi viðurkennt þá háttsemi sem honum sé gefin að sök. Hins vegar verði einnig litið til þess að stúlkan sé verulega greindarskert. Ákærði sé faðir hennar og megi því vera ástand hennar ljóst og líklegt að hann þekki tilhneigingu hennar til að gera fólki til hæfis. Hafi maðurinn með þessari háttsemi ítrekað brotið alvarlega gegn þessari dóttur sinni.
Og hvað??? fær maðurinn sýnda tillitssemi fyrir að hafa viðurkennt þetta, það að stúlkan sé verulega greindarskert kemur líka til lækkunnar dómsins..... Halló halló. Þetta er hræðileg meðferð á barni sem taka þarf mun harðar á. Þessi sami maður var einnig dæmdur í 15 mánaða fangelsi árið 1991 og brýtur því aftur gegn dóttur sinni.
Arrrg hvað ég er reið og líka döpur og sorgmædd einnig fyllist ég vonleysi út í réttarkefið okkar, finnst það bregðast manneskjunni.
Dæmdur í 3 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ójá, manni verður óglatt.
En er að verða svolítið þreytt á þessum endalausu afbrotum feðra/stjúpfeðra gagnvart dætrum sínum. Hvers konar fjölskyldur eru þetta eiginlega? Hvernig manneskja er þessi "mamma" sem býður börnunum sínum upp á þessi ósköp? Er HÚN alltaf stikkfrí?
Hvar eru lögin um samsekt og/eða yfirhylmingu?
Grrrrr........
kolbrún (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 19:21
Það eru ekkert alltaf mömmur til staðar. Hún gæti verið látin, eða þau skilin og þetta gerst á pabbahelgum eða jehóva veit hvað. Fórnarlambið er líka fullorðið í dag, veit ekki hvort hún hafi verið það árið 1991...
Arfi, 21.5.2007 kl. 21:29
Já það er satt manni verður flökurt.
Jens Sigurjónsson, 21.5.2007 kl. 23:14
Sæl Sædís, valdi að svara blogginu þínu því þitt sjónarmið var það besta af hópnum.
Nú langar mig bara til þess að svara Arfa sem skilur bara ekkert um hvað málið snýst:
Arfi, ég alhæfði um þessi mál, því hvorki þetta tilfelli né önnur þekki ég af eigin raun en það er augljóst af fréttum af misnotkunarmálum að megnið af þeim á sér stað inni á heimilunum þar sem báðir foreldrar eða móðir plús stjúpfaðir er til staðar.
Það er ekki nokkur afsökun að reyna að koma sökinni á forsjárlausa feður eða dauðar mæður; það hljómar alveg eins og gamla ráðið um að ef smiðurinn finnst ekki þá hengjum við bara bakarann í staðinn!
Ef Sædís leyfir, þá væri gaman að fá svar frá Arfa.
Þakka svo fyrir mig.
kolbrún (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.