Fyrsta merki sumarsins....

Ég er búin að eiga frábæran dag so far so good.  Byrjaði á að kíkja í kaffispjall hjá sigrúnu vinkonu og fór svo í sund og ég meira að segja SYNTICool  Fór síðan í súpufund á kosningaskrifstofu VG i Árborg og þar voru Atli, Jón Hjartar og Árni borgarfulltrúi með erindi.  Mjög skemmtilegur og góður fundur.  Síðan héldum við í Þingborg þar sem Sól á Suðurlandi var með fund um virkjanarmál í Þjórsá.  Atli stóð sig rosalega vel þar og átti salinn greinilega á köflum.  Hann sýndi það þarna að VG verður að komast í ríkisstjórn til að taka við taumunum af þessum óráðsíu......

Þar sem veðrið er svona rosa gott ákvað ég að fara í garðvinnu þegar heim var komið, ætlaði í blómaval að ná mér í garðverkfæri til að brúka í þessari vinnu en var svo "heppin" að það var búið að loka þannig að ég get ekkert gert fyrr en á morgun. Þegar ég sat svo við að blogga og lesa blogg heyri í hér í kringum mig mjög kunnuglegt og sumarlegt hljóð, mjög hávært suðCrying  Það er greinilega að koma sumar.  Ég fór mjög varfærnislega af stað, því mér er MJÖG illa við þessar stóru hlussur.  Er mikill náttúru og dýraverndunarsinni en býflugur, randaflugur og hvað þessi suðandi kvikindi heita öll eiga ekki skjólstað hjá mér.  Þegar ég kem inn i þvottahús sé ég lika þessa stærðarinnar skeppnu í glugganum, ég flýti mér að loka hurðinni.  Var að spá í að hringja í mömmu og biðja hana að koma að bjarga mérShocking (hún hefur gert það áður) en ákvað núna að sýna hörku, beið smá stund fór svo vopnuð inn aftur en sem betur fer þurfti ég ekki að beita afli því hún varð greinilega hræddari við mig því hún flaug út um gluggannCool og mín ekki lengi að loka honum.  Guð veit hvenær hann verður opnaður aftur...... ætli sé til svona flugnafælninámskeið?  Svona sjáflstyrkingarnaámskeið gagnvart stórum suðandi boltum.

En fundurinn var rosalega góður og á honum kom fram að allir flokkar lýstu vilja til að hætta við fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir í Þjórsá á fundi á Selfossi í dag, nema fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem segir ekki hægt að tala um virkjanaframkvæmdir ef ekki sé komin kaupandi að orkunni.  (http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item152407/)

Jæja eigið góða helgi

knús Sædís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband