Föstudagur

Þá er enn ein vinnuvikan að baki.  Föstudagar eru alltaf svoldið spes og ákveðin stemmnig sem fylgir þeim i vinnunni.  Stína í eldhúsinu hefur t.d  þann sið að baka fyrir okkur köku á þessum dögum, það er farið í búðina og verslað inn fyrir helgina, tiltekt og margt annað skemmtilegt.  Ég fór einitt í Bónus áðan og verslaði inn fyrir helgina, það er reyndar pabbahelgi þannig að maður verslar eitthvað minna inn þá.  Reyndar er ég með matarboð í kvöld þannig að ég verslaði í það.

Núna sit ég á kosningarskrifstofu VG í Selinu á Selfossi.  Í dag eru 15 dagar í kosningar.  Það er mikilvægt að í þessum kosningum náist góður sigur vinstri manna.  Hér þarf að komast á góð velferðarstjórn sem hefur að auki umhverfismál að leiðarljósi.  Uppbygging landsbyggðarinnar er mjög mikilvæg og má ekki bara horfa á álver og virkjanaframkvæmdir í því ljósi. Það eru miklir möguleikar í stöðunni sem hægt er að nýta.  Ég vil t.d ekki sjá perlur vestfjarða lagðar undir olíuhreinsunarstöð eða álver.

Blómlegar byggðir eiga ríkan þátt í að þjóðinni vegni vel. Frumkvæði einstaklinga og sköpunarkraftur þarf að njóta sín. Sköpum hagstæðari rekstrarskilyrði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Byggjum upp hátækni- og þekkingargreinar með því að styrkja rannsóknir og nám á háskólastigi um land allt og eflum samkeppnissjóði. Eflum sveitarfélögin með auknum tekjum á undan nýjum verkefnum. Bætum samgöngur, komum á strandsiglingum og tryggjum nútíma fjarskipti í dreifðum byggðum. Þannig leggjum við grunn að nýjum tímum í atvinnu- og byggðaþróun (www.vg.is)

Í þessum skrifuðum orðum horfi ég út á fótboltavöll þar sem krakkar eru við æfingar, þetta eru þau sem munu erfa landið.  Okkur ber að hugsa um það á eins góðan hátt og mögulegt er, það má ekki spilla þessari náttúruauðlind sem við eigum.

Kjósum því VG á kjördag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband