Leiðandi spurning

 

Vg er svo sannarlega að bæta við sig frá síðustu kosningum og það er mjög gleðilegt.  Ég vildi samt sjá VG og Samfó ná meria fylgi samanlagt til að hægt væri að mynda hér tveggja flokka vinstri stjórn.

það er samt eitt sem mér finnst skrýtin aðferðafræði í þessum könnunum en það er hversu leiðandi loka spurningin er.  Spurt var:  Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa? Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir: En hvaða flokkur eða listi yrði líklegast fyrir valinu? Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir: Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhver hinna flokkanna?

Hvort er líklegra að þú kjósir tiltekinn flokk eða einhver hinna????? skrýtið að spyrja svona.


mbl.is Fylgi Samfylkingar og VG jafnmikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er útpælt hjá þeim sem kaupa skoðanakönnunina.  Það verður auðvitað til þess að D fær meira fyrir vikið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.4.2007 kl. 08:52

2 Smámynd: Saumakonan

Iss þessar skoðanakannanir eru flestar útpældar... Hef oft lent í því að vera í "úrtaki" fyrir allskonar kannanir og ég er farin að þverneita að taka þátt þar sem flestar spurningar eru svo leiðandi að maður getur eiginlega ekki svarað eins og maður vill sjálfur!  

Saumakonan, 28.4.2007 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband