Barnalán

Já við eigum sannkölluðu barnaláni að fagna við Íslendingar.  Ég er greinilega samt yfir meðaltali því ég á 3 börnCool Ekki slæmt það.  Samt alltaf gaman að sjá þessar tölur um meðalfjölda barna á konur eins og þetta 2,07 börn. 

En ég er samt á því að það þurfi að gera betur við barnafjölskyldur í landinu.  Barnabætur hafa lækkað töluvert á síðustu 10 árum.  Láglaunafólk hefur ekki sama færi á að veita börnum sínum sama munað og hálaunafólk. það er þetta misrétti sem ber að afnema.  Það verður að búa þannig í haginn fyrir fjölskyldur að öll börn sitji við sama borð hvað varðar tónlistarnám, íþróttaiðkun og aðrar tómstundir, tannlækningar og margt fleira er viðkemur heilbrigði og hollustu.  Fátækt verður að útrýma þvi við getum ekki látið það líðast í landi sem telst vera vel stætt þjóðfélag að fleiri tugir barna búi við fátækt.  Aðgerða er þörf og brýnt að taka á þessu nú þegar.  Það er tækifæri núna 12. maí þegar gengið verður til kosninga.  Með því að kjósa VG gefum við íslensku þjóðinni tækifæri, tækifæri til að útrýma misrétti, tækifæri til að koma á jafnrétti og velferð.


mbl.is Íslendingar næstfrjósamasta Evrópuþjóðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég samgleðst þeim sem eiga fjölskildu. En lög á Íslandi banna mér það sama.Ég kynntist manninum mínum ekki fyrr en ég var 41 árs og þurfti að vera búinn að búa í skráðri sambúð  í 3 ár til að við gengjum að fara í glasa. En löginn leifa konum glasameðferð hér á landi til 42 ára aldurs, með eigin eggjum.  Mig langaði í mitt eigið barn.  Þannig að þegar ég uppfylldi ein skilirðin þá þá fyllti ég ekki lengur önnur.    Ég var síðan ófrísk á náttúrulegan hátt sex mánuðum eftir að okkur var hafnað um aðstoð., en var óheppin, utanlegs fóstur.  Karlarmenn mega fara í glasa með sér yngri konum til fimmtugs.  Lengi lifi jafnréttið(kaldhæðni). Ekki lagast hlutirnir fyir konur þegar kemur að gjafa eggi eða gjafa sæði.  Við konur fáum gjafa egg til 45 en karlar gjafasæði til 50 ára. Þetta eru nýju lögin okkar.  Mér fynnst ég fátæk kona. Ég hef meiri rétt til að fara í fóstureiðingu en að fá læknis aðstoð til að eignast barn. Lengi lifi jafnréttið (kaldhæðni). Nú veit ég hvernig kvennréttinda konur verða til.Kær kveðja Matthildur

Matthildur Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 12:07

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Ég er sammála þér, þetta er frekar ósanngjarnt.  Ef konan er heilsuhraust þá ætti hún að eiga þennan möguleika.

Sædís Ósk Harðardóttir, 21.3.2007 kl. 12:30

3 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Sæl Sædís. Ég er sammála þér að við verðum að tryggja að öll börn sitji við sama borð óháð efnahag. Þess vegna finnst mér rétt að tekjutengja barnabætur. Mér finnst óþarfi að greiða fólki með góð laun barnabætur, frekar að láta þá sem hafa lægri tekjur hafa meira.  Þess vegna skil ég ekki hvers vegna vinstri menn t.d. Steingrímur Sigfússon eru að heimta að hátekjufólk fái barnabætur eins og ég heyrði í fréttunum í kvöld!!!

Þorsteinn Sverrisson, 21.3.2007 kl. 21:26

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er sammála þér Sædís fátækt á ekki að líðast á Ísandi.  Það er okkur til skammar sem svo lítilli þjóð sem þar að auki á nóg af peningum.

Nú fáum við tækifæri til að ákveða framhaldið þ. 12. maí.  Um að gera að nýta sér það.  Er það "big deal" að allir sitji við sama borð Þorsteinn.  Mér finnst það ekki áhyggjuefni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.3.2007 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband