Fegin að tilheyra ekki lengur flokki sem svíkur kjósendur sína...

Maður gerir mörg mistök um ævina, maður veðjar á rangan hest og það hef ég gert oftar en einu sinni í hinu pólitíska umhverfi.

Ég er fegin að tilheyra ekki lengur flokki sem hefur svikið öll sín "prinsipp" mál. Ég hélt að sá flokkur sem ég tilheyrði léti sér hag almennings meira varða.  Nú er lítill munur á Vg og Sjálfstæðisflokknum. Fjármagnseigndur eru þeir sem skipta öllu máli greinilega.


mbl.is Feginn að það er kominn dómur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Sædís Ósk, æfinlega !

Vil byrja á; að þakka þér fyrir, að sýna það hugrekki, sem þú viðhefir, með því að yfirgefa þessa loforða tossa hreyfingu, sem VG hefir marg sannað sig í, að vera.

Sem betur fer; er hreyfing fólks, fyrir RAUNVERULEGU réttlæti, hugsanlega í augsýn, ef rétt yrði á spilum haldið, þó ei kunni ég að nefna hana, sem slíka, enn, sem komið er.

Spurning; svo sem, hvað almenn framtíð landsmanna, kann að bera, í skauti sér.

Með beztu kveðjum; austur yfir Hvítá (Ölvesá), sem jafnan /

Óskar Helgi   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 17:44

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl verið þið er ekki búið að kasta hanskanum núna?

Sigurður Haraldsson, 16.9.2010 kl. 18:01

3 identicon

Vissir þú að hér er þrískipting ríkisvalds?

Ríkisstjörnin hefur engin áhirf á niðurstöður dómstóla

Kamui (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 18:06

4 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Það er vonandi Sigurður að það sé búið að gera það með þessu.

 Kamui hér er þrískipting ríkisvaldsins ekki að virka!

Sædís Ósk Harðardóttir, 16.9.2010 kl. 18:09

5 Smámynd: Rafn Gíslason

Sædís það er þyngra en tárum taki að telja upp öll þau svik sem forusta VG hefur viðhaft í þessari ríkisstjórn og mun viðhafa á komandi mánuðum. Ég eins og þú taldi mig vera í hópi fólks sem hafði í heiðri heiðaleika og tryggð við stefnu flokksins, ég var því fyrir miklum vonbyggðum eins og þú veist sumarið 2009  þegar ég uppgötvaði að svo var ekki og sagði mig úr flokknum í framhalinu, ég hef þó verið viðloðandi flokkinn síðan, svona á hliðarlínunni að kalla í von minni að menn þar á bæ sæju að sér og breyttu til betri vegar, sú von hefur smátt og smátt dvínað nú í haust og var svo komið að leiðir okkar míns og annarra félaga í VG skildu að fullu. Ég bind vonir við að brátt muni rísa upp hér flokkur sem ég gæti átt samleið með en enn sem komið er er hann ekki í augsýn hvað sem síðar verður því við verðum ekki einu flokksfélagarnir í VG sem hafa og munu yfirgefa skútuna áður en hún sekkur að fullu. Skilaðu kveðju til Guðmundar, ég reyni að lesa bloggin hans í hvert skipti sem hann skrifar og hef haft gaman af.

Rafn Gíslason, 16.9.2010 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband