Nú er hægt að taka undir dóm hæstaréttar...

en í sumar þegar dómur hæstaréttar féll um ólögmæti þessarra ólögmætu lána, sem NOTA BENE þessi fjármögnunarfyrirtæki vissu að væru ólögleg frá því árið 2001, þá var ekki mark takandi á hæstarétti og það var mikil óvissa og allir urðu að leggjast undir felld og meta stöðuna.

En núna þegar hæstiréttur kemur með þennan "dóm" þá er fagnað og allir voða glaðir (allir=lesist ríkisstjórnin, seðlabankinn og fjármögnunarfyrirtæki og fjármagnseigendur) Því enn og aftur skal almenningur borga brúsann.


mbl.is Fyrir öllu að fá niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Hansson

Hvað átti ríkisstjórnin að gera í sumar þegar dómurinn um ólögmæti gengistryggingarinnar féll?

Elías Hansson, 16.9.2010 kl. 23:16

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Elías spyr hvað ríkisstjórnin hefði átt að gera í sumar. Nú auvitað að segja af sér.

Sigurður Sigurðsson, 16.9.2010 kl. 23:33

3 Smámynd: Elías Hansson

Ekki voru þetta hennar verk Sigurður.

Elías Hansson, 16.9.2010 kl. 23:46

4 Smámynd: Einar Þór Strand

Sædís ef þú hefðir lesið dóminn í sumar þá stóð þetta allt í honum, eina sem ekki var þar var hvaða vexti ætti að miða við og það var vegna þess að stefnandinn (lánveitandinn) hafði ekki gert varakröfur.

Einar Þór Strand, 17.9.2010 kl. 00:40

5 identicon

Það skiptir engu þó menn les, lesi ekki, hafi lesið eða hafi ekki lesið dóminn frá því í sumar. Hæstiréttur dæmir nú út frá allt öðrum forsendum en héraðsdómur gerði í sumar. Hæstiréttur tekur ekki á forsendubresti - en það var útgangspunktur héraðsdóms.

Hvað átti ríkisstjórnin að gera eftir að dómur féll? Ríkisstjórnin átti auðvitað fyrst og fremst að láta dómsvaldið í friði á meðan það var að komast að niðurstöðu. Áður en dómur féll - sem féll eins og hann féll, ekki síst vegna gengdarlaus áróðurs framkvæmdavaldsins, hluta fjórða valdsins og vegna fjármálavaldsins. En, úr því að þetta fór svona átti ríkisstjórnin auðvitað að reyna með einhverjum hætti að taka höggið af almenningi. En auðvitað gerði hún það ekki, hún hefur haft marga mánuði til þess að koma fólkinu í landinu til aðstoðar en hefur eins og allir vita látið það vera.

Svo er auðvitað hitt rétt að ríkisstjórnin hefði átt að segja af sér. Ætti reyndar að vera búin að því daglega í marga mánuði.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband