Ég skora á þingmenn Vg að samþykkja þessa þingsályktunartillögu Unnar

Nú er tími fyrir Vg að standa við það sem ég og margir aðrir stuðningsmenn Vg "akiteruðum" fyrir í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar 2009. Það var það að Vg ætlaði sér ekki í Evrópusambandið. Talning atkvæða eftir þessa kosningar voru varla fyrr búnar en að þetta loforð var svikið, farið skyldi í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Fleiri milljónum skyldi kasta í þetta gæluverkefni Samfylkingarinnar, sem Vg menn taka þátt í. Milljónum sem betur væri varið í að t.d halda sjúkrahússplássum opnum, setja meira fjármagn í SÁÁ eða aðra staði sem vinna með unga fíkla og svona mætti lengi telja.

Mín orð og margra annarra voru að engu gerð og þar með talinn trúverðugleiki okkar!

Nú er tími til leiðréttinga og standa við flokkssamþykktir!

Samþykkið þessa góðu tillögu Unnar.


mbl.is Umsókn um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tek undir með þér Sædís. Ég studdi VG líka í síðustu kosningum og ekki síst fyrir eindregna og skýra afstöðu þeirra gegn ESB innlimun.

Það urðu mér því gríðarleg vonbrigði að þeir skyldu gefa svona stórt mál eftir við Samfylkinguna og leyfa þeim að efna til þessa hörmulega óvinafagnaðr meðal þjóðarinnar sem þessi umsókn hefur sko sannarlega valdið meðal þjóðarinnar.

Ég skora því á VG nú er tækifærið til að bæta fyrir mistök ykkar og styðja þetta frumvarp eða þá sitja hjá þannig að frumvarpið yrði samþykkt. 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 11:41

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður pistill og réttur...

Óskar Arnórsson, 12.6.2010 kl. 17:02

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 tek undir með þér

Ásdís Sigurðardóttir, 13.6.2010 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband