8.6.2010 | 18:35
Veruleikaflótti
Það er sorglegt að horfa á annars þessa kröftugu kona bregðast svona almenningi í landinu. Ég hef alltaf haft mikla trú á Jóhönnu Sigurðardóttur, hún hefur ætið tekið að sér að verja þá sem minnst hafa mátt sín í þessu kapítaliska þjóðfélagi sem við búum í. Núna þegar sannarlega hefur verið mynduð hér vinstri stjórn, stjórn sem ég hef tekið þátt í að styðja og verja þá bregðast stjórnvöld þeim sem mest þurfa á þeim að halda.
Hér hefur ekkert verið gert í atvinnuuppbygginu!
Hér hafa verið afskrifaðar milljónir hjá þeim sem komu landinu á þennan stað sem við erum núna!
Hér er áfram haldið hlífðarvæng yfir fjármagnseigendum líkt og framsókn og sjálfstæðismenn gerðu!
Hér voru skattar víst hækkaðir á þá sem lág laun hafa!
Hér hefur ekki verið gert mikið í því að ná til baka þeim eignum sem stolið hefur verið frá þjóðinni!
Hér fjölgar atvinnulausum, tillaga um að frysta laun ríkisstarfsmanna, gjöld og álögur hækka og svona mætti lengi telja!
Ég get því miður ekki fundið það á mínu heimili eða heyrt það hjá vinum, ættingjum og vinnufélögum að eitthvað hafi verið gert til þess að kom koma til móts við skuldavanda heimilanna.
Það er kominn tími til að þessi ríkisstjórn vakni af sínum þyrnirósarsvefni og fari að gera eitthvað annað en að vera í sandkassaleik á Alþingi við stjórnarandstöðuna, sem eru þeir sem komu okkur einmitt á þennan stað sem við erum á í dag (Undanskil Hreyfinguna)
Það þarf að hreinsa til á þingi, velja þangað fólk sem vill vinna með hagsmuni almennigns í huga.
Hafa komið til móts við skuldavandann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Aðeins að fá að breyta síðustu setningunni í þinni hugvekju, Sædís:
"Fólk sem skuldbindur sig til að vinna með hagsmuni almennings í huga."
Þórdís Bachmann, 8.6.2010 kl. 18:50
Takk Þórdís, betur orðað svona:)
Sædís Ósk Harðardóttir, 8.6.2010 kl. 19:56
Við verðum að fá breytingu á stjórnarháttum eins og þú segir þá hefur ekkert verið gert fyrir almenning bankar og fjármagnseigendur hafa setið fyrir enginn þurft að svara til saka né tekið ábyrgð gjörða sinna Steinunn Valdís sagði af sér vegna þrístings frá okkur ekki datt henni í hug að gera það af eigin rammleik!
Það styttist í byltingu!
Sigurður Haraldsson, 9.6.2010 kl. 01:41
SJS þarf að hætta að kóa með henni, en hvort við eigum betra val er svo önnur spurning.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.6.2010 kl. 13:29
Ásdís ég er farin að halda að þetta geti ekki versnað öllu meira en orðið er!
Sigurður Haraldsson, 10.6.2010 kl. 01:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.