Færsluflokkur: Bloggar
11.4.2009 | 20:50
Mútur og spilling
Manni verður óglatt af því að heyra af þessu máli öllu saman svo vægt sé til orða tekið. Halda Sjálfstæðismenn að við Íslendingar séum svo miklir asnar og fífl að við kaupum þessar útskýringar?
Fjáröflun fyrir flokkinn?????? Fjáröflun er í mínum huga það þegar t.d gengið er á milli manna með bauk og hver og einn leggur smávegis að mörkunum, eða það er landssöfnun í sjónvarpinu fyrir einhverjum hjálpartækjum eða fyrir langveik börn svo dæmi sé tekið.
Það er augljóst að það er mikil spilling í gangi þarna og maðkur í mysunni, REI málið, Geysir green energy hringir það ekki bjöllum hjá fólki?
Ef Geir á að vera ábyrgur fyrir þessu þá hlýtur varaformaðurinn líka hún Þorgerður Katrín að vera ábyrg, gjaldkeri, ritari og stjórnin öll.
Axlið ábyrgð, ekki hengja bakara fyrir smið eins og svo algengt er hjá ykkur.
![]() |
Söfnuðu fé fyrir flokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 12.4.2009 kl. 01:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.4.2009 | 20:57
Hvað fékk FL Group í staðinn?
eða Landsbankinn?
Og nú á að reyna að klóra yfir skítinn og greiða þetta til baka, en það var búið að taka við þessum styrk og ef þetta hefði ekki komist upp og í fjölmiðla þá hefði þetta ekki verið endurgreitt.
Ég vona að fólk beri gæfu til þess að kjósa rétt þann 25. apríl með því að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn og losa þjóðina þar með við þann flokk sem hefur vaðið í spillingu og flokksgæðingshætti undanfarin 18 ár.
![]() |
Styrkir endurgreiddir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.4.2009 | 12:09
Sorry, svekktir og sárir....
...finnst mér vera orð sem lýsa Sjálfstæðismönnum best þessa dagana, þeir eru gramir og hundfúlir yfir því að fá ekki að stjórna öllu lengur. Að sjá Birgir Ármannsson í Kastljósi í gær að fara yfir á límingunum í viðtali á móti Atla Gíslasyni var kostulegt, maðurinn var svo gramur og fullur af brestum að hann átti eiginlega bágt.
Sjálfstæðismenn eru greinilega hræddir við lýðræðið, þ.e að almenningur í landinu fái að koma að stjórnarskránni með stjórnlagaþingi.
Þeir eru augljóslega hræddir við að það verði nú loks farið að grafa upp enn meiri spillingu.
Það sem að ríkisstjórnin er að gera er að fylgja því sem almenningur vill, almenningur vill breytingar. Það voru þær kröfur sem heyrðust hvað hæðst þegar bankahrunið og lýðræðishrunið átti sér stað í haust.
![]() |
Vilja taka önnur mál framfyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2009 | 17:32
Ögmundur er að gera frábæra hluti
Ögmundur á svo sannarlega hrós skilið fyrir þau störf sem hann hefur nú þegar unnið í ráðuneyti sínu. Hann hefur ákveðið að halda fæðingaþjónustu óskertri á Suðurlandi og Suðurnesjum.
![]() |
Ögmundur fær ekki ráðherralaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2009 | 17:58
Flokkur lýðræðisins
Það er virkilega ánægjulegt að sjá þá grósku sem á sér stað innan Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. 103 félagar hafa gefið kost á sér í efstu sætin á framboðslistum. Forval verður í öllum kjördæmum fyrir Alþingiskosningarnar.
Það er afar gleðilegt að sjá þennan aukna áhuga á starfi Vg, fjölgun hefur verið mikil í flokknum og áhugi fólks á flokksstarfinu aukist gríðarlega.
![]() |
Forval VG í öllum kjördæmum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2009 | 22:01
Gleðitíðindi...
Það eru sannkölluð gleðitíðindi að Atli Gíslason þingmaður VG í Suðurkjödæmi ætli að gefa kost á sér í 1. sæti listans fyrir kosningarnar 25. apríl.
Atli nýtur mikilla vinsælda og virðingar langt út fyrir flokksraðir og er það því fengur fyrir flokkinn og íbúa kjördæmisins að fá að njóta krafta hans áfram.
Ég skora á alla félaga VG í Suðurkjördæmi að veita Atla óskorað umboð til að leiða listann til sigurs í næstu kosningum.
![]() |
Atli stefnir á 1. sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.2.2009 | 23:18
Bíddu nú við????
Er maðurinn búinn að gleyma því að hans flokkur hafa verið við stjórnvöllinn í 17 ár...
Annars skynjar maður gríðalega mikla gremju hjá Sjálfstæðismönnum...
![]() |
Þýðir ekki að klína sök á Sjálfstæðisflokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.1.2009 | 00:37
Ekki miklar kröfur...
Ef þetta eru vel unnin störf þá verð ég nú að segja að blessaður fráfarandi forsætisráðherrann gerir nú ekki miklar körfur til starfsmanna sinna.....
ja hérna hér....
![]() |
Geir þakkar stjórum Seðlabanka vel unnin störf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.1.2009 | 23:28
Réttlæti fyrir alla?
Gott mál að sparifjáreigendur myndi þrýstihóp til að reyna að fá sína peninga til baka.
En hvað með fólk sem ekki hefur haft pening til að leggja fyrir, heldur hefur sett allt sitt sparifé í húsnæði yfir höfuð sitt og fjölskyldu sinnar. Borgað síðan sífellt hærri og hærri afborganir af húsnæðisláni sem það þurfti að taka líka til að eignast sitt hús. Verðbólgan hefur étið upp allt það sparifé sem fólkið lagði í húsið sitt, lánin hafa hækkað upp úr öllu valdi sem gerir það að verkum að þeir peningar sem fólk lagði í þetta eru gufaðir upp.
Hvar er réttlætið í þessu? Hvernig væri að berjast líka fyrir því að eignarhlutur fólks í sínum húsum verði réttur en gufi ekki upp.
Eitt er víst að sú ríkisstjórn sem nú er við völd er ekki líkleg til að huga að þessum málum, hún hefur haft tíma til þess en ekkert gert.
![]() |
Fjölmenni með réttlæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.1.2009 | 19:25
Er skýjahulan að hverfa frá augum Samfylkingarinnar?
Þar kom að því að forysta Samfylkingarinnar viðurkenni það að þetta gangi ekki svona lengur og að boða verði til kosninga í vor.
En það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn leggur ekki í kosningar og ætlar að streytast á móti fram í rauðan dauðan gegn því að kosið verði. Þeir þora ekki að leggja störf sín í hendur á kjósendum þessa lands.
![]() |
Ingibjörg vill kosningar í vor |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)