Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Það er ekki sama hverjir eiga í hlut.

Var það í gær eða laugardaginn þegar Guðríður kom fram með mikilli hneikslan á að Y listinn skyldi ætla að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda? Svo er hún komin í þau spor núna.

Ekki það að Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi sé eitthvað verri en Samfylkingin, þetta kemur bara frekar kjánalega út hjá henni.


mbl.is Ræddu samstarf við D-lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna má ekki leggja þessa tillögu fram?

Þetta skýtur dálítið skökku við hvað Birgittu varðar, ég hefði haldið að hún væri lýðræissinni og vildi hafa allt uppi á yfirborðinu og ræða alla hluti, hvers vegna má þá þessi tillaga (tillaga Bjarna Ben) fara fram og ræða hana efnislega og kjósa síðan um hana?

Samfylkingarþingmenn ættu að skammast sín, það að ákæra einn úr þessari ríkisstjórn sem þeir áttu aðild að og studdu þ.m.t. Geir. Hinir ráðherrarnir sluppu með þeirra atkvæðum.

Eygló hefur greinilega gleymt uppruna sínum, þ.e hún er í framsóknarflokkum sem er jú einn mesti ábyrgðarflokkur bankahrunsins, einkavæðingar, sægreifa og svona mætti lengi telja.

Lilja Rafney hefði ég haldið að væri manneskja meiri en að fara fram með svona tillögu.

Ef einhvern hefði átt að ákæra þá voru það allir sem að málum komu, ekki bara einn úr þessum hópi.


mbl.is Frávísunartillaga lögð fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband