Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
22.3.2011 | 15:29
Atli situr akkúrat í umboði kjósenda Vg
Ég kaus Vg í síðustu kosningum, tók meira að segja sæti á þessum lista, ég stóð frammi fyrir kjósendum og bar þeim boðskap Vg, sem var mér mjög þóknanlegur. Ég studdi Atla og styð Atla enn í dag og hann er í mínu umboði þarna á þingi líkt og í umboði margra annarra kjósenda Vg sem kusu Vg að stórum hluta vegna Atla. Ég líkt og Atli var ekki sátt við aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar, ekki sátt við að farið var á bak við helstu kosningarloforð flokksins s.s. ESB, kvótamál, skuldastöðu heimilanna og fl. og sagði mig því úr stjórn VG, formennsku í svæðafélagi Vg Árborg.
En Atli á svo sannarlega heima á þingi, hann er þar vegna þess fólks sem kaus hann í síðustu kosningum.
Atli situr ekki í umboði kjósenda VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.3.2011 | 21:20
Nei við Icesave!
Ég vona að þessi 52% landsmanna sem ætla sér að segja já við þessari kúgun, sjái að sér og segi nei.
Látum reyna á lagalegu stöðu þessa máls.
Mjótt á mununum um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)