Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

En finnst honum þá heldur ekkert óeðlilegt við orðavalið hjá sér

Ég skil ekki hvernig maður sem skipar sér í raðir manna og kvenna sem telja sig til femínista, skuli leyfa sér að nota þetta orð sem hann notar. "Tussufínt"

Orðið "Tussa" er samkvæmt íslenskri orðabók á snöru skilgreint á eftirfarandi hátt:

tussa -u, -ur KVK1.    Staðbundið (staðbundð málfar, nú stundum mjög sjaldgæft) skjóða, skinnpoki.2.    Gróft (gróft mál, notað í bölvi, klámi, skömmum og svo framvegis) Kvensköp.3.    Gróft (gróft mál notað í klámi, skömmum og svo framvegis.) skammaryrði um konu.

þannig að það er ljóst að samkvæmt  þessum skilgreiningum á þetta að mínu mati ekki heima í tölvupósti aðstoðarmanns varaformanns flokks sem segist byggja á kvenfrelsi.


mbl.is Ekkert óeðlilegt við tölvupóst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algjörlega sammála HH

Og ég held að hagsmunasamtökin séu ekki þau einu sem furði sig á þessum "dómi"

Nú er bara að treysta á Hæstarétt, að hann dæmi rétt í þessu máli og láti ekki ríkisstjórnina og aðra hræða sig.


mbl.is Furða sig á gengisdómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðsluáróðurinn er að virka hjá ríkisvaldinu!

Þetta er að hafast hjá ríkisstjórninni, hræðsluáróðurinn er að virka!

Um leið og eitthvað jákvætt lítur að hag almennings í þessu landi þá er öllu snúið á hvolf til þess að geta hjálpað auðvaldinu og fjármálastofnunum til þess að verða nú ekki af einni krónu!


mbl.is Fallist á rök Lýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband