Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Hvað er í gangi????

Hverngi getur maður sem er með allt niðrum sig, maður sem er búinn að koma hér (ásamt nokkrum öðrum) öllu á kaldan klakann, fengið 440 milljóna króna lán með veði í yfirveðsettri fasteign???

 Á meðan er verið að bera fólk út úr eignum sínum, sem það er að missa vegna lána sem það tók til að koma sér þaki yfir höfuðið. Lána sem hækkuðu upp úr öllu valdi vegna siðleysis og græðgi þessarra manna?

Hvað á að bjóða fólki þetta sukk mikið áfram? Hversu mikið er nóg?

Mér verður flökurt við að lesa um þetta!


mbl.is Jón Ásgeir fékk 440 milljónir króna að láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gylfi ég keypti þak yfir höfuð mitt og fjölskyldu minnar!!!!!

Ég eins og svo fjölmargir aðrir í þessu þjóðfélagi setti mína peninga, mitt sparifé í það að kapa þak yfir höfuðið á mér og fjölskyldu minni. Ég var með ákveðna upphæð sem ég lagði út í það hús sem ég keypti. Sú upphæð sem er frekar há fyrir mannsekju með mín laun, er nú gufuð upp og það sem meira er þá hefur lánið sem ég tók (sem er í íslenskum krónum) hækkað töluvert mikið.

Þannig að Gylfi minn, nú hefur það sparifé sem ég lagði í húsið brunnið upp  auk þessa sem ég borga margfalt meira af húsinu en til stóð í upphafi.

Hvað með að segja að það sé líka brýnt að leysa vanda okkar sem settum fé okkar í að koma okkur og fjölskyldum okkar í hús, en fórum ekki að braska með það fé sem við höfðum.

Hvort er mikilvægara ????


mbl.is Brýnt að leysa vanda stofnfjáreigenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyldi hann sjá sóma sinn í því að taka ekki sætið??

Það verður fróðlegt að sjá hvort hann muni taka þessu sæti og fara á þing, það er ekki hægt að segja að hann hafi verið minna í spillingu en forveri hans.

Hver væri þá næstur á listanum?

Rósa Guðbjartsdóttir

 


mbl.is Óli Björn tekur sæti Þorgerðar á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En á að þurfa að ganga að henni???

Á hún ekki að sjá sóma sinn í því að segja af sér þigmennsku??

Það sama á líka við um Bjarna.


mbl.is Bjarni: Allt of hart gengið að Þorgerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með þá sem virkilega eru sökudólgar af öllu saman??'

Þá er ég ekki að réttlæta Þorgerði Katrínu, heldur það að öll umræða virðist snúast um hana og aðra þingmenn sem þáðu styrki og tóku lán. Jú þeir eiga vissulega að víkja, segja af sér strax og þá líka Bjarni Ben, hann á ekki að hreinsa sig með því að koma Þorgerði út.

 En mér finnst vanta að krafa sér gerð á þessa útrásarvíkinga s.s Jón Ásgeir, Björgólfana, Hannes Smára og alla þessa "kónga" sem hér settu allt á kaldan klakann, að þeir verði látnir sæta ábyrgð. Lög verði sett til að gera allar þeirra eigur upptækar. Ákveðnir fjölmiðlar virðast reyna að halda umræðu í lágmarki er snýr að þeirra eigendum og beina spjótum sínum að þingmönnum.

 Það er svo sannarlega kominn tími til og löngu kominn að þessir aðilar verðir látnir gjalda gjörða sinna. Móðir náttúra reynir sitt en það virðist ekki duga, dómsvöld og ráðamenn verða að koma hér inn.


mbl.is Vilja að varaformaðurinn víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband