Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
23.6.2009 | 13:26
Hvað hefur hann að fela?
Annars er ég nokkuð viss um það að hann og þeir hinir sem rannsaka á séu löngu búnir að forða öllu sem ekki þolir dagsins ljós.
Sá tími sem þeir fengu frá því að bankahrunið varð og þar til eitthvað átti að fara að gera var það langur að þeir gátu setið dögum saman og dundað sér við pappírstætarann.
Húsleit hjá Hannesi lögleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.6.2009 | 13:14
Eignasafn Björgólfs.....
"Nú vinn ég alla daga við að skapa verðmæti úr eignasafni mínu "
Það er virkilega athyglisvert að lesa þessa frétt. Hvers vegna er ekki gengið að eignasafni hans og allra hinna útrásavíkinganna.
Hvers vegna eru þessir menn og þ.m.t Björgólfur ekki látnir bera ábyrgð á eigin klúðri, spillingu, ráni, óheiðarleika og hverju svo sem má nefna þessar aðferðir þeirra til að ræna þjóðina.
Hugsar daglega um Icesave-klúðrið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.6.2009 | 10:18
Hroki og fordómar
Vissulega eru þetta góðar einkunnir hjá stelpunni og er það bara flott og ég efa það ekki að þarna sé góður námsmaður á ferð.
En það að móðir hennar vogi sér að koma svona í blöðin og lýsa því yfir að menntaskólar séu ekki nógu góðir, hvað er hún að segja öðrum foreldrum og börnum sem ætla að fara í menntaskóla? Að skólinn sem nágranninn velur eða sonur vinkonu minnar sé ekki góður?
"Komist bara inn í einhvern menntaskóla" þetta kalla ég hroka.
það að segja að það séu óeðlilega háar einkunnir upp úr grunnskóla núna, hvað hefur hún fyrir sér í því? Er það hennar að dæma hvaða árangur nemendur eru að skila út úr grunnskóla?
Afnám samræmdra prófa er hlutur sem var orðinn virkilega þarfur, próf eiga ekki að stýra skólastarfinu, lokapróf er ekki það eina sem skiptir mái í skólastarfi, heldur er það öll sú vinna sem nemendur leggja á sig frá því að skóli hest að hausti og þar til honum lýkur að vori. Margir skólar eru farnir að vera með símat, þ.e virkt mat sem fer fram jafnt og þétt yfir allan veturinn. Slíkt mat skilar betra mati á stöðu nemandans en eitt lokapróf í skólalok þar sem að dagsformið getur haft gríðarlega mikið að segja.
Foreldrar bálreiðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.6.2009 | 12:32
Á að hætta við allar framkvæmdir? Hvað með slysin?
Í ástandi sem þessu sem nú varir er mikilvægt að ríkið ráðist í framkvæmdir. Til dæmis vegaframkvæmdir, en fáar framkvæmdir eru eins arðbærar til lengri tíma litið og samgöngubætur.
Það er ekki lausn að hætta öllu framkvæmdum. Vissulega vantar fjármuni til að halda þessu úti, en til að allt haldi áfram að ganga veður að vera atvinna fyrir fólkið í landinu. Að draga allstaðar saman er ekki til þess fallið að auka bjartsýni meðal fólks. Og hvað varðar samgöngubætur sérstaklega er rétt að huga að því að verri vegir kalla á slys sem aftur kosta ríkissjóð óheyrilegar upphæðir fyrir utan það sem ekki er bætt með peningum s.s mannslíf og heilsa.
Hætt við öll útboð í vegagerð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég er ekki viss um að þeir sem stóðu hér fyrir 65 árum væru ánægðir með þær hugmyndir forsætisráðherra að gera allt til að koma sjálfstæði þjóðarinnar til Brussel.
Sjálfstæðisbarátta er að mínu mati það að halda áfram að vera sjalfstæð þjóð því við erum enn sjálfstæð þjóð, en ekki að ganga í ESB
Heyjum á ný sjálfstæðisbaráttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
15.6.2009 | 00:14
Myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.6.2009 | 16:43
Gott framtak
vonandi feta fleiri netfyrirtæki í spor símans og loka fyrir aðgang að þessari síðu.
Kannski er hugmynd VG um netlöggu ekki svo slæm þegar allt kemur til alls er það nokkuð?
Einelti og ofbeldi viðgengst því miður allt of mikið á netinu og þarf að finna leiðir til að sporna við því. SAFT hefur verið nokkuð öflugt í að leiðbeina og aðstoða foreldra, skóla og forráðamenn en það er ekki nóg þess vegna er aðgerð að þessu tagi mjög mikilvægt
Netlögga væri einnig kjörin.
Síminn lokar á síðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)