Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
30.11.2009 | 07:34
Enn ráðist á fjölskyldufólk.
Hærri skattar á eldsneyti skv. þessari frétt þýða um 60 þúsund króna hækkun á útgjöldum fyrir fjölskyldu á ári.
Hvað með launin, hafa þau hækkað svona mikið á einu ári?
Það er margt fólk sem þarf að ferðast talsverða vegalengd til þess að koma sér í og úr vinnu og þarf til þess að nota bíl. Það eru ekki allir sem hafa tök á því að nota strætó.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar bitna flestar á hinum almenna launþega í þessu landi, litlum einyrkjum sem, eldri borgurum og öryrkjum.
Hvar er skjaldborgin sem Jóhanna lofaði fólkinu í landinu?
Bensínið kostar 60.000 meira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.11.2009 | 11:36
Hvenær verður eitthvað gert??????
Hversu mikið ógeð þarf að komast upp á yfirborðið áður en eitthvað róttækt verður gert?
Nú skyldi maður ætla að þessir "höfðingjar" verði látnir axla ábyrgð og borga þetta upp í topp líkt og almenningur þarf að gera við sín lán. Hvort um er að ræða bílalán eða húsnæðislán. En miðað við það sem á undan er gengið verða þessa skuldir felldar niður hjá þessum gæðingum, bankinn (við) látin taka þetta á okkur.
Það er ekki slegin króna af hjá almenningi. Launþegar, eldri borgarar og öryrkjar eiga að borga partýið eins og alltaf.
Fólksflótti hefur aukist gríðarlega undanfarið ár og ég er ekki hissa ef sá fjöldi á ekki eftir að aukast.
Ég er reið, sár og með ógleðistilfinningu.
Skulda milljarð út á jarðakaup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
5.11.2009 | 18:11
160.000 fyrir hvern fund???? hvað eru atvinnuleysisbætur á mánuði?
Hvernig er hægt að réttlæta það að borga 160.000 krónur fyrir stjórnarfund? Vissulega er vinna við undirbúning fyrir slíka fundi en mér er alveg sama, þetta er forkastanlegt á meðan atvinnuleysisbætur eru um það bil þessi upphæð, reyndar lægri stundum.
Hvað eru öryrkjar með í bætur á mánuði?
Þeir sem þyggja þessi laun fyrir EINN stjórnarfund eru líka á launum s.s sem borgarfulltrúar og í öðrum nefndum og störfum....
Hvenær næst fram jafnrétti/réttlæti í þessu landi??????
Dræm mæting hjá Degi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)