Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Hvers vegna???

Spyr sá sem ekki veit, en eitt er það sem ég er ekki alveg að skilja en það er hvers vegna þurfum við að fá þessa setu?  Er það svo við getum kosið eins og Bandaríkin?  Mitt persónulega mat er það að þetta er ekki skynsamlegt og ég er þess ekki fullviss að þetta skili okkur einhverju öðru en kostnaði.  Með öðrum orðum:  við eigum ekkert erindi í þetta öryggisráð.
mbl.is 140 þjóðir hafa lýst yfir stuðningi við framboð Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Launamismunur á milli karla og kvenna

Það væri líklega löngu búið að semja ef um karlastétt væri að ræða.  Líklega hefðu þeir aldrei þurft að fara í verkfall yfir höfuð.  Sérstaklega í ljósi nýrrar könnunar sem gerð var á vegum SFR. Þar kemur í ljós að launamismunur hefur aukist á ný á milli kynja.

Fjármálaráðherra hefur sýnt og sannað enn og aftur að hann er ekki starfi sínu vaxinn.

Ég vil benda ykkur á góða síðu hjá henni Láru Hönnu þar sem hún hefur tekið saman gott myndband http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/#entry-640413

Það er ömurlegt til þess að hugsa að aðgerðaleysi stjórnvalda bitnar á saklausum einstaklingum.  Það verður að semja og það strax.


mbl.is Árangurslaus sáttafundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherra leggi sitt af mörkunum...

Það er ekki nóg fyrir heilbrigðisráðherra að koma fram og segja að mönnun verði með eðlilegum hætti, hann þarf frekar að koma fram með lausn í málinu og hætta að stinga hausnum í sandinn líkt og aðrir flokksbræður hans s.s forsætisráðherra um stöðuna í þjóðfélaginu.

Það á að semja strax við ljósmæður og það vel, þær eru með lægstu laun miðað við menntun.  Ljósmæður vinna mikilvæg verk og því er mikilvægt að þær fái laun við hæfi.

Dýralæknar eru með svipaðan námstíma að baki og ljósmæður og eru með mun hærri laun en þær.  Nú er ég ekki á móti því að dýr fái sína þjónustu en fæðing barna og öryggi við þær aðstæður er að mínu mati mjög mikilvægt.  Því segi ég: Semjið  strax og það vel.


mbl.is Eðlileg starfsemi á fæðingadeild Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband