Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Ástin, lífið og Guð

Það er merkilegt hvað við eigum gott í Guði, þegar maður hefur kynnst því og fundið hvað maður á þar er ekkert aftur snúið.  Ég var að hlusta á svo frábært lag áðan sem Ragnheiður Gröndal syngur, lag sem flestir þekkja reyndar og fann textann til að lesa hann líka því hann er svo innihaldsríkur og segir einhvern veginn allt sem segja þar.  Lesið hann endilega því hann er mjög fallegur og enn fallegri þegar hann talar inn  í kringumstæður hjá manniCool.

heart

    Sólin brennir nóttina,
    og nóttin slökkvir dag;
    þú ert athvarf mitt fyrir
    og eftir sólarlag.

     

    Þú ert yndi mitt áður
    og eftir að dagur rís,
    svölun í sumarsins eldi
    og sólbráð á vetrarins ís.

    Svali á sumardögum
    og sólskin um vetrarnótt,
    þögn í seiðandi solli
    og söngur, ef allt er hljótt.

    Söngur í þöglum skógum
    og þögn í borganna dyn,
    þú gafst mér jörðina og grasið
    og guð á himnum að vin.

    Þú gafst mér skýin og fjöllin
    og guð til að styrkja mig.
    Eg fann ei, hvað lífið var fagurt,
    fyrr en eg elskaði þig.

    Eg fæddist til ljóssins og lífsins,
    er lærði eg að unna þér,
    og ást mín fær ekki fölnað
    fyrr en með sjálfum mér.

    Ást mín fær aldrei fölnað,
    því eilíft líf mér hún gaf.
    Aldirnar hrynja sem öldur
    um endalaust tímans haf.

    Aldir og andartök hrynja
    með undursamlegum nið;
    það er ekkert í heiminum öllum
    nema eilífðin, guð — og við.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband