Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
21.5.2007 | 18:23
Mér verður óglatt
Hvað er að mönnum, ég verð svo reið þegar ég les svona og skortir orð til að lýsa vanþóknun minni á furðulega lágum dómi við slíkum hræðilegum glæp.
Í niðurstöðu dómsins segir, að við ákvörðun refsingar sé litið til þess að maðurinn hafi viðurkennt þá háttsemi sem honum sé gefin að sök. Hins vegar verði einnig litið til þess að stúlkan sé verulega greindarskert. Ákærði sé faðir hennar og megi því vera ástand hennar ljóst og líklegt að hann þekki tilhneigingu hennar til að gera fólki til hæfis. Hafi maðurinn með þessari háttsemi ítrekað brotið alvarlega gegn þessari dóttur sinni.
Og hvað??? fær maðurinn sýnda tillitssemi fyrir að hafa viðurkennt þetta, það að stúlkan sé verulega greindarskert kemur líka til lækkunnar dómsins..... Halló halló. Þetta er hræðileg meðferð á barni sem taka þarf mun harðar á. Þessi sami maður var einnig dæmdur í 15 mánaða fangelsi árið 1991 og brýtur því aftur gegn dóttur sinni.
Arrrg hvað ég er reið og líka döpur og sorgmædd einnig fyllist ég vonleysi út í réttarkefið okkar, finnst það bregðast manneskjunni.
Dæmdur í 3 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.5.2007 | 09:36
Höfum nýja stórn hér með eins fyrirkomulagi
Konur sitja í helmingi ráðherrastóla í Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.5.2007 | 14:45
Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi...
Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.5.2007 | 23:30
Sigur VG, fjölgun og fl.
Erfið nótt að baki, mikið svakalega voru þetta tvísýnar kosningar. Fullt af góðu fólki sem ekki komst inn og alveg hellingur af fólki sem engan veginn á heima á þingi en komst innskrýitð. Stjórnin hélt velli þ.e.a.s miðað við kjörna menn en atvkæði eru ekki í meirihluta. Ég hefði nú vilja að hún hefði fallið, en sjáum hvað setur.
Í gær gerðist margt annað en kosningar. Lotta, kötturinn sem flutti inn á mig gerði sig lítið fyrir og hóf að gjóta í gær að mér fjarverandi. Sem betur fer var Jóhannes heima og hringdi hann í ömmu sína sem kom og hjálpði til. Sex litlir og sætir kettlingar litu dagsins ljós þarna á kjördag. Það var því ekki úr vegi að þeir fengu heiti formannanna sex. Þannig að nú á ég Steingrím, gulur og fallegur kettlingur sem er ákaflega kraftmikill og atorkusamur köttur. Ég á Ómar, sem er gulbröndóttur, en leit ekkert sérlega vel út líflega séð í fyrstu, Ingibjörgu, ljósan kött sem fer sínar leiðir svoldið, Geir, svartan, stjórnsaman og einkavæddan síðan er það Guðjón, hann er líka dökkur, svoldið illa við blendingana, vill hafa þá alla eins á litinn og hann er sjálfur og Jón, lítill bröndóttur mengunarvaldur og rafmangaður sem tekur á sig syndir hinna kettlinganna. Spurningin er hvað ég á svo að gera við þessi krili. Þannig að ef einvher vill eignast kettling bara hafið samband
Í dag fór ég svo í tvær frábærar fermignarveislur. Fyrst fór ég í fermingu hjá Ægi Mána. Mikið er nú skrýtið að æskuvinkonan mín hafi verið að láta ferma hjá sér, reyndar finnst mér ég vera miklu yngri en hún núna get notið þess í árSíðan fór ég til Bjarka frænda. Og þá fannst mér ég nú vera enn yngri, þar sem systir mín var að ferma sitt annað og ég ekki byrjuðÞetta voru rosa fínar veislur og ég get lofað þvi að ekki stóðust fögur plön þennan daginn um hreyfingu og mataræði. Það var líka rosa gaman að hitta stórfjölskylduna
Jæja þá er lílklega best að fara að sofa
Vonandi fær maður nú góðar fréttir á morgun um stórnarmyndunarviðræður á vinstri vængnum
knús Sædís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2007 | 00:25
Kjósið VG
Núna er kominn 12. maí, stór dagur í lífi okkar Íslendinga því í dag er dagurinn sem við kjósum með okkur eða á móti okkur. Með því að kjósa Vg eruð þið að kjósa svo sannarlega með ykkur og með móðir náttúru.
Hér í Suðurkjördæmi er frábært fólk á lista hjá VG. Atli Gíslason er sá maður sem leiðir listann. Hér er smá grein sem kom á stokkseyri.is
Hvers vegna Atla Gíslason á þing?
Kosningabaráttunni er að ljúka. Á laugardag verður ljóst hverjir verða þingmenn Suðurkjördæmis. Í þeim hópi verða margir góðir einstaklingar úr öllum flokkum. Við leyfum okkur að mæla með því að við tryggjum að nýr þingmaður verði kosinn í þann hóp. Þessi maður er Atli Gíslason.Rök mín fyrir því að Atli eigi mikilvægt erindi á Alþingi eru m.a. eftirfarandi:v Atli er afar hæfileikaríkur og harðduglegur maður. Um það ber öllum saman sem honum hafa kynnst. v Atli hefur ríka réttlætiskennd og hefur sýnt það í störfum sínum að hann er öflugur talsmaður launafólks og félagslegs jafnréttis á öllum sviðum.v Atli vill stuðla að öflugri og fjölbreyttri atvinnuuppbyggingu í sátt við umhverfi og náttúru í stað gegndarlausrar stóriðjustefnu. Hann vill skapa á nýjan leik hagstæð skilyrði til nýsköpunar í atvinnulífinu. v Atli vill jafna aðgang að menntun sem er öflugasta tækið til að jafna kjör landsmanna.v Atli vill eflingu sveitarfélaganna í landinu með því m.a. að ríkið tryggi þeim sanngjarnan hlut af sköttum landsmanna. Þannig verði best tryggð skilyrði til að bæta þróunarskilyrði mannlífs, atvinnulífs og byggðar um landið allt. v Atli hefur sérstaklega sett sig vel inn í þau mál sem brenna mest á fólki í Suðurkjördæmi og gerir sér glögga grein fyrir hver helstu hagsmunamál okkar eru nú og á komandi árum. Af þessum ástæðum og fjölmörgum öðrum vitum við að með því að kjósa Vinstri græn í kosningunum á laugardaginn tryggjum við þingsæti manni sem sannarlega á erindi á Alþingi, manni sem standa mun dyggan vörð um þau meginatriði sem ég hef nefnt hér að ofan ásamt fjölmörgum öðrum. Við getum treyst því að Atli Gíslason stendur vel fyrir sínu og styður okkur af fullum krafti í að gera Árborg og Suðurland í heild að betra samfélagi til framtíðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2007 | 22:11
æ já svona fór það
Já nú held ég að margir séu á smá eða mjög miklum bömmer Væntingar miklar og vonir sem brugðust. Hér á mínu heimili var að minnsta kosti mikil sorg.
Ég dreif mig heim af fundi rétt fyrir klukkan sjö með take away frá Hróa hetti, synir mínir búnir að gera klárt eurovisionkvöld fyrir okkur og við komum okkur því vel fyrir í sófanum þ.e ég og krakkarnir, borðuðum pizzu og horfðum á hin margvíslegu misskemmtilegu og frumlegu atriði.
Síðan kom rauða ljónið, karlmannlegur og flottur með þetta mikla hár, flotta rödd og ég átti bara ekki von á öðru en þetta sexapíl myndi nú bara hafa það, oh nei og nei. Austantjaldslöndin fyrrum sáu um sig og sína og héldu okkar fjallmyndarlega rokkara úti. Vonbrigðin voru samt ekki eins mikil og í fyrra þegar hún Silvia mín komst ekki áfram, þá varð ég virkilega döpur enda hún í meira en litlu uppáhaldi hjá mér. En life is a bitch stendur einhverstaðar og vonandi gengur okkur bara betur næst. Eiki, svartklæddi fimmtugi kennarinn stóð sig nú samt með stórri prýði eins og kennurum er von og vísa kannski að þetta bíði manns ef maður gefst upp á kennslunni einhvern tímann, who knows
Jæja þá er bara að taka þetta á laugardaginn VG á ég að sjálfsögðu við
Hafið það gott í nótt og vonandi jafnið þið ykkur fljótt
knús Sædís
Ísland komst ekki í úrslit Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.5.2007 | 15:00
Mjög skynsamlegt
Vinstrihreyfingin-grænt framboð hefur samið nýtt frumvarp til laga, sem verður eitt af fyrstu frumvörpum sem nýr þingflokkur mun leggja fram á Alþingi eftir kosningar. Í frumvarpinu er kveðið á um, að ráðherrum sé óheimilt að gera samninga sem binda ríkissjóð til útgjalda, síðustu 90 dagana fyrir kosningar.
´
Ég tel þetta mjög skynsamlegt frumvarp. Því það er of algengt að ráðherrar séu að skrifa undir einhverja samninga rétt fyrir kosningar og binda þar með næstu ríkisstjórn, lofa jafnvel upp í ermina á sér. þótt þetta sé voða gott fyrir okkur sem njótum en þetta er of mikið korter í kosningar bragur á þessu.
Það er ekki rétt að einhver sem er að láta af störfum á alþingi sé að binda ríkissjóð til útgjalda. Það á að vera verkefni nýrrar stjórnar að ákveða slíkt.
Vilja banna ráðherrum að skrifa undir samninga 90 daga fyrir kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.5.2007 | 13:54
Er ekki allt í lagi???
Nú er ég svo sannarlega hissa, hvað er að gerast hjá fólki. Dugar þessi hræðsluáróður svona rosalega vel á fólk???? Ég bara spyr.
Hvers vegna skoðar fólk ekki stöðu sína, bilið á milli þeirra sem fátækir eru og efnaðir. Hvers vegna skoðar fólk ekki launamun kynjanna, jafnréttismál, jafnrétti til búsetu, landið okkar???
Eigum við að fórna náttúruauðlindum til erlendra stóriðjufyrirtækja??? Hvað með fátækt er fólk bara að taka því þegjandi og hljóðalaust að fátækt líðist á Íslandi, landi sem ætti að geta búið fólki mun betri kjör.
Vá ég er orðlaus, vona að ykkur snúist hugur og kjósið VG á kjördag
Fylgi Framsóknarflokksins tekur stökk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.5.2007 | 00:14
Ég var einu sinni ein af þeim......
Ég held ég sé að verða smá stressuð nú eru rétt þrír dagar í stóra daginn. Ég er komin núna reyndar upp í rúm og ligg með tölvuna í fanginu og skrifa bréf og les blogg, fréttir og blogga. Segi það nú ekki að það væri nú hlýlegra að hafa annað í fanginu en tölvu
Ég trúi því ekki að 40 % þjóðarinnar ætli virkilega að kjósa flokk auðvaldsins áfram. Ég trúi því ekki að allar þessar einstæðu mæður, allir þessir öryrkjar, allir þessir láglaunamenn/konur, allir þessir ellilífeyrisþegar og allt þetta unga fólk sem er með börn og er að koma yfir sig þakinu skuli ætla að kjósa óbreytt ástand Ég get orðið svo svekkt þegar ég hugsa þetta. Margir bera fyrir sig að þeir hafi alltaf kosið flokkinn og geri það bara áfram. Hvers vegna hugsar fólk ekki rökrétt og sjáfstætt
Ég var einu sinni ein af þeim ég skil ekki í dag hvað það var sem dró mig að þessu, jú ég veit það reyndar en skammast mín fyrir að viðurkenna það. En ég var rétt 16 ára unglingur, það þótti mjög kúl í fjölbraut að vera í ungum sjálfstæðimönnum. Stuðið var mest þar, boðið upp á bjór og bús og enginn maður með mönnum nema að vera einn af þeim, vissulega voru þarna fínir einstaklingar inn á milli alveg sem síðar urðu vinir mínir og eru enn. Ég tók virkan þátt í starfinu, pældi lítið í málefnunum, fylgdi straumnum. Pressan á krakkana er gríðarleg, þeim er ekki gefinn kostur á að hugsa sjálfstætt. Árin liðu og ég var þarna enn. Þarna var stuðið, þing ungra SUSara og slíkt, farið víða um landið og skemmt sér. Árin liðu enn og á mig fóru að renna tvær grímur, mér fór að hætta að lítast á ástandið, ég fór að lesa mér til um stefnur ólíkra flokka. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum fyrir sameiningu í Árborg kaus ég í fyrsta skiptið vinstri flokk, það var ekki vel séð af þeim sem það vissu en ég var þarna að fylgja minni sannfæringu í fyrsta skipti ein og óháð rosa leið mér vel með það, fann ég var að gera rétt. Síðan í prófkjöri því fyrsta eftir sameiningu bauð ég mig fram að gamni í prófkjöri míns gamla flokks. Fólk spurði mig þegar það sá áherslupunktana mína hvort ég væri nú ekki í röngum flokki. Það fóru sífellt að koma meiri og meiri efasemdir hjá mér, ég fann ég var á vitlausum stað. var þetta það sem ég vildi sjá í þjóðfélaginu. Vildi ég að auðmenn fengu bankana gefins, sægreifar fengu fiskinn okkar gefins, bilið milli ríkra og fátækra breikka, náttúru okkar gefna erlendu orkufyrirtækjum, náttúruauðlindum sökkt, misrétti og kynbundið ofbeldi, mismun á búsetu, fátækt hjá börnum, yfirvöld sem samþykkja stríð og blóðbað???? Nei þetta var ekki það sem ég vildi hafa í mínu landi, ég vil ekki ala börnin mín upp við slíkt misrétti. Ég sagði mig því úr flokknum. Ég var og er vinstri sinni og fann það alltaf betur og betur. Ég fór að hugsa, taka sjálfstæðar ákvarðanir. Hætti að láta blekkja mig.
Ég fór því að skoða í kringum mig, hvaða flokkur uppfyllir mínar þarfir, hver sinnir þessum málum best? Málið var mjög einfalt, þegar ég skoðaði stefnuskrá VG fyrir síðustu kosningar sá ég að þarna var kominn flokkur sem uppfyllti mín skilyrði. Þarna var kominn flokkur sem ég var tilbúin að vinna með og starfa í. Þess vegna vona ég að fleiri eigi eftir að opna augun, sjá villuna í þessu öllu saman, sjá að það er til ljós og ljósið er VG
Á laugardaginn kýs ég með góðri samvisku, ég veit að mer mínu atkvæði er ég að leggja mitt að mörkunum til þess að stuðla að bættara þjóðfélagi, þjóðfélagi sem ekki mismunar fólki eftir kyni, búsetu, aldri, heilsu og launum. Kjósið vinstri græna og þið munuð öðlast allt annað lif
Jæja nú ætti ég að geta sofnað værum svefni.
vona að þetta veki einhverja til umhugsunar, umhugsunar um að kjósa samkvæmt eigin sannfæringu og láti ekki blekkjast af gylliboðum, partýum og candyflossi
knús Sædís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.5.2007 | 14:51
Til umhugsunar
Ég tók þessa fínu færslu af blogginu hennar Jennýar og birti hana óbreytta fyrir þá sem vilja veg kvenfrelsis sem mestan (konur og karlar auðvitað).
Gjörið svo vel!
"Ef þú ert femínisti og veltir fyrir þér hvað skuli kjósa á laugardaginn, lestu þá þetta um Vinstrihreyfinguna grænt framboð:
- VG er eini flokkurinn sem hefur gripið til sértækra aðgerða til að jafna kynjahlutföll á framboðslistum, enda teljum við mikilvægt að auka hlut kvenna á Alþingi og í sveitarstjórnum. Niðurstöður kannana undanfarinna vikna benda til þess að VG verði eini flokkurinn með tiltölulega jafnt kynjahlutfall í þingflokkum. Hinir flokkarnir nálgast það ekki.
- VG hefur barist ötullega fyrir málfrelsi fólks um kaup og kjör og mun halda því áfram. Með afnámi launaleyndar mun samningsstaða kvenna varðandi laun batna til muna.
- VG hefur lagt fram frumvarp um að Jafnréttisstofa fái aukið vægi, svipað Samkeppnisstofnun, að hún hafi möguleika á að afla upplýsinga og grípa til aðgerða þegar nauðsyn krefur, sem og að álit hennar verði bindandi.
- VG kynnti sænsku leiðina fyrst til sögunnar árið 1999 og hefur aflað henni fylgis fram til dagsins í dag. Nú er svo komið að allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkur telja ráðlegt að gera kaup á vændi refsiverð.
- VG hefur barist ötullega gegn klámvæðingunni - bannaði einkadans og útgáfu leyfa fyrir nýjum nektardansstöðum í borginni í tíð R-listans og vakti máls á klámráðstefnunni sem flæmd var úr landi í mars á þessu ári.
- VG hefur lagt fram frumvarp um að konur af erlendum uppruna sem búa við heimilisofbeldi verði ekki háðar maka um dvalarleyfi hérlendis.
- VG hefur lagt fram frumvarp um fórnarlamba- og vitnavernd til hagsbóta fyrir konur sem hingað eru seldar mansali.
- VG hefur lagt fram frumvarp um austurrísku leiðina - að ofbeldismenn verði fjarlægðir af heimilum í stað þolendanna.
- VG mun vinna að auknu kynfrelsi kvenna - m.a. með því að fjarlægja ofbeldistenginguna í nauðgunarákvæði hegningarlaga. Að nauðgun verði refsiverð, hvort sem hótun um annars konar ofbeldi fylgir glæpnum eða ekki.
- VG vill auka jöfnuð í samfélaginu - öllum til góða."
Við þetta er engu að bæta nema merkið X við V á laugardaginn elskurnar mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)