Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
26.4.2007 | 09:51
Leikskólagjöld lækka í Árborg og frítt fyrir þriðja barn
Leikskólagjöld lækka um 15 % frá 1. júní n.k.. |
Leikskólagjöld í Árborg verða lækkuð um 15 % frá og með 1.júní nk. skv. afgreiðslu bæjarstjórnar þann 25. apríl. Mánaðargjald fyrir 8 tíma leikskóladvöl með mat og hressingu lækkar úr 29.113 kr. í 25.749 kr. Lækkun þessi þýðir jafnframt að fyrir 2.barn á leikskóla greiða foreldrar 20.984 kr. miðað við 8 tíma dvöl, en 2. barn í fjölskyldu nýtur 25 % afsláttar af kennsluhluta gjalds. Auk þess verður frá sama tíma aukinn systkinaafsláttur á kennsluhluta gjalda vegna 3ja barns úr 50 % í 100 %. Fyrir 3ja barn í fjölskyldu greiða foreldrar þá einungis fyrir mat og hressingu eða 6.689 kr. m.v. 8 tíma dvöl. Systkinaafsláttur á gjöldum hjá sveitarfélaginu miðar sem fyrr við öll börn í fjölskyldu sem eru í daggæslu/leikskóla/skólavist frá 9 mánaða til 9 ára. Þessi lækkun er áfangi í þá átt að bæta enn búsetuskilyrði og lífskjör barnafjölskyldna í Árborg með sérstakri áherslu á aðstæður barnmargra fjölskyldna |
Frábært fyrir barnafólk í sveitarfélaginu. Þetta er fyrsta skrefið í átt að gjaldfrjálsum leiksóla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.4.2007 | 21:10
Er ekki allt í lagi með þessa menn?????
Ég bara spyr, hvað er á milli eyrnanna á þessum mönnum? Eiga þeir ekki mæður, dætur, frænkur, ömmur, eiginkonur????
Vá hvað maður getur orðið pisstt...
Konunum sjálfum að kenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.4.2007 | 18:48
VG bætir við sig
Sjálfstæðisflokkur og VG bæta við sig í Norðausturkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2007 | 16:02
Nauðsynlegt í alla staði
Vilja að friðlandið í Þjórsárverum verði stækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2007 | 13:02
Brandari
Ég fékk þennan í tölvupósti og mátti til með að setja hann hér inn, svona aðeins til að létta manni lund, þó svo að margt í þessu þjóðfélagi sé nú hálfgerður brandari
Gunna: Mikið voru blessuð jólin frábær. Fékk þvílíkt flottar gjafir og frábæran mat. En þú Fjóla mín var ekki allt eins og best var á kosið ??????Fjóla: Ja Gunna mín, þetta var nú ekki alveg eins og best hefið verið. Nú klukkurnar hringdu inn jólin og ég var komin í mitt fínasta púss og gargaði á liðið að fá sér að borða.
Nú allir ruddust að borðinu og gerðu sér að góðu jólamatinn, nema þegar ég var á fullu sving að fá mér "væna flís af feitum sauð", heyrðist í Palla mínum, "Heyrðu Fjóla mín, viltu ekki fara smá varlega í matinn, þú lítur orðið út eins og heybindivél í vextinum".
Ég bara fékk flog, en hélt þó haus og var ekkert að æsa mig. Svo þegar búið var að opna pakkana og allir farnir að lúlla þá vildi nú Palli minn fá sitt!!!!
Ég snéri mér og horfði fast í augun á honum og sagði;
"ELSKU PALLI ÞÚ SKALT NÚ EKKI HALDA AÐ ÉG RÆSI HEILA HEYBYNDIVÉL FYRIR EITT LÍTIÐ STRÁ"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.4.2007 | 07:12
Hva hver þúsundkall skiptir nú engu.....
Ég reyni að fylgjast vel með fréttum, kemst ekki alltaf í að skoða allt sem ég vil skoða. Ég heyrði í gær eitthvað um að forsætisráðherra hafi enn eina ferðina látið eitthvað út úr sér. Ég get svarið það ég hélt að þetta hlyti að hafa verið grín. En nei svo er víst ekki. Á morgunvaktinni var þessi hái herra í viðtali og vogar sér að láta þetta út úr sér um umræðu um hækkun skattleysismarka::
"Ýmsir frambjóðendur...gera sér ekki grein fyrir því hvað hver þúsundkall munar miklu fyrir ríkissjóð en litlu fyrir hvern einstakling."
Ég er ekkert smá reið og hneiksluð að maðurinn hafi vogað sér að segja þetta. Hvað eru ekki margir íbúar þessa lands sem einmitt EINN ÞÚSUNDKALL skiptir bara heilmiklu máli, fólk sem t.d er búið með þann litla pening sem það hafið til umráða þann mánuðinn, þarf að kaupa t.d mjólk handa ungabarninnu, hjartasjúklingurinn sem þarf að leysa út lyfið sitt eða bara hver sem er.
Einnig talaði hann um að hækkun skattleysismarka væri ómarkviss aðgerð til að bæta kjör hinna lægst launuðu. Það fengju nefnilega allir bætt kjör. Sem er alveg rétt því það fá allir jafn mörgum þúsundköllum meira þegar skattleysismörkin eru hækkuð. HALLÓ er það ekki það sem við viljum bæta kjör allra ekki bara ríkra?
Þegar skattprósentan er lækkuð fá hins vegar alls ekki allir jafn marga þúsundkalla í sinn hlut. Sá sem er með milljón á mánuði hagnast 10 sinnum meira en sá sem hefur 100.000 á mánuði. Skattalækkanir Geirs núna að undanförnu hafa líklega verið markviss aðgerð að hálfu fráfarandi ríkisstjórnar til að bæta kjör hinna hæst launuðu. Auka bilið á milli ríka og fátækra.
Og ég hreinlega trúi því ekki að fólk vilji kjósa þennan hugsunarhátt áfram í okkar landi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.4.2007 | 22:45
yes yes yes
Ég var frekar stressuð yfir þessu, fylgdist með tölum hér á mbl. því ég gat ekki horft á leikinn. og leist nú ekkert á stöðuna í hálfleik. En Rooney þessi elska tók þetta með stæl og reddaði þessu bara nú og auðvitað markvörður AC Milan sem hjálpaði nú smá til
Rooney tryggði Manchester United sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 08:39
Vill fólk óbreytt ástand
Ég bara spyr.
Er fólk búið að gleyma öryrkjadómnum?
Vill fólk að ástand hjá öryrkjum, öldruðum og láglaunafólki verði óbreytt næstu 4 árin að minnsta kosti? Þriðjungur aldraða býr við fátæktarkjör og allt of mörg börn búa við fátækt
Vill fólk að stefnan sé áfram að hygla fjarmagnstekjufólkinu enn frekar á kostnað láglaunafólks? Það bera að hafa i huga að að margir hafa til að mynda ekki efni á að fara með börnin sín til tannlæknis.
Þetta er að minnsta kosti ekki það ástand sem ég vil búa við og ég vil ekki að börnin mín búi við eða foreldrar mínir. Með því að kjósa VG þann 12. maí þá erum við að kjósa jöfnuð og jafnrétti.
Hér má finna http://www.vg.is/stefna/fataekt/ stefnu VG gegn fátækt.
Við verðum að koma að sterkri vinstri stjórn til að rétta af þennan mismun sem orðið hefur.
HUGSAÐU ÞAÐ PIRRAR RÍKISSTJÓRNINA
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.4.2007 | 20:26
Vesen er þetta
Middlesbrough náði jöfnu á Old Trafford | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.4.2007 | 20:15
VG tvöfaldar þingmannafjölda sinn
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig þingmanni í Reykjavík suður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)