Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Skrýtin vinnubrögð

Já það er alltaf eitthvað sem vekur undrun manns.  Ég sá á vefmiðlum í kvöld að listi framsóknar í Suðurkjördæmi er tilbúin.  Ekki það að þetta sé mitt mál, enda ekki í þessum flokki heldur er það sem vekur undrun mína þau vinnubrögð sem eiga sér stað við að klára listann.  Um síðustu helgi var haldið prófkjör í flokknum sem margir tóku þátt í og eyddu bæði tíma og pening í þá baráttu.  Þegar talið er upp úr kjörkössum á sunnudeginum kemur í ljós sem allir vissu að ekki gætu fleiri en einn hlotið fyrsta sætið.  Hjálmar Árnason þingmaður hafnaði því í 3.sæti.  Hann ákveður að taka ekki það sæti á listanum.  Sú sem að sóttist eftir 3. sæti,  hún Eygló Harðardóttir, hafnaði í næsta sæti fyrir neðan eða því 4. Þegar það er ljóst að Hjálmar ætlar ekki að taka sitt sæti liggur beinast við að Eygló taki 3. sætið eða mér finnst það að minnsta kosti.  En sú er raunin heldur er fengin manneskja í það sæti sem engan áhuga sýndi á að taka þátt í prófkjörinu.  Mér finnst þetta vera léleg framkoma við það fólk sem var búið að vinna mikla vinnu og kosta miklu til í prófkjörinu um síðustu helgi.  Hvað segir þetta framsóknarmönnum sem vilja fara í framboð ? Jú kannski það að það þurfi ekkert að fara í prófkjör heldur bara bíða þess að verði bara hringt í það.  Ég er ekki  á neinn hátt að lasta þá konu sem sest í 3. sætið enda þekki ég hana ekki neitt, heldur það að fram hjá fólkinu sé gengið sem vann vinnuna við að búa listann.

Annars var ég að koma heim af mjög skemmtilegri leiksýningu í Borgarleikhúsinu.  Ég fór á Footlose með syni mínum og skólafélögum hans.  Frábær tónlist og lifandi og skemmtilegt verk og þau Halla og Þorvaldur voru alveg frábær og flott á sviðinu auk allar hinna sem komu að þessu. 

Læt þetta duga að sinni

knús Sædís 


Margt að gerast

Já það er mikið í gangi þessa dagana bæði hjá mér persónulega og í vinnu og félagsstarfinu.  Ég var á fundi í íþrótta og tómstundanefnd í dag.  Fundurinn var haldinn í félagsmiðstöðinni Zelsíus.  Gréta sem er þar forstöðukona fór í gegnum starfsemina með okkur og mikið er það gott starf sem hún og hennar starfsfólk er að vinna þarna með krökkunum.  Mjög jákvætt og getum við verið ánægð með það.

Ég sat og fylgist með umræðu bæjarstjórnar í gær um fjárlagafrumvarp 2007, þar sem fram fór fyrri umræða.  Seinni umræða fer fram eftir viku.  Maður er hálf orðlaus yfir því hversu vitlaust er gefið í fjármálum ríkis og sveitarfélaga.  Sveitarfélögin eru svo fjársvelt að þau hafa varla bolmang mörg hver til að standa undir lögbundum skyldum sínum sem er alveg sorglegt.  Hér þarf eitthvað að gerast og það sem fyrst.  Væri rétt gefið gætum við staðið við kosningarloforð okkar um gjaldfrjálsan leikskóla, frían grunnskóla og félagsþjónustu.  Þegar lög um einkahlutafélög var breytt þá misstu sveitarfélögin stóran hluta af skatttekjum sínum.  vonandi verða breytingar í vor þegar VG komast í ríkisstjórn.

Prófkjör framsóknarmanna var um síðustu helgi og báru þar sigur af hólmi Guðni og Bjarni Harðarson.  Tveir karlar í efstu sætum.  Það er þá bara einn listi sem líklegur er að koma konu inn á þing fyrir Suðurkjördæmi og það er VG. 

Leikurinn við Póland fór ekki sem skyldi en við sjáum hvað setur á sunnudaginnCool

Hafið það sem allra best

Sædís


Höfuðborgarferð

Já mín bara fór í borgina í gær0 Reyndar var ástæða fyrir þvi þar sem ég þurfti að fara með Jóhannes þangað. Þar sem við áttum að mæta snemma og veðrið gat orðið alla vega og bíllinn á felgunni og ég nennti ekki að standa í því í bruna gaddi og á hælaháum skóm að fara að moka hann úr hlaðinu og pumpa í hann því ákvað ég nú að vera skynsöm og skilja bílinn eftir heima fá far með Eggerti og Jóa þar sem Jóhannes var nú með þeim líka0 og svo ætlaði ég bara að vera svo klár og taka rútuna heim0  Allt í lagi með það, til læknisins var haldið og svo þegar á umferðamiðstöðina var komið fór ég að kaupa farmiðana0 og hvað haldið þið, það kostar rúmar 2000 kr. fyrir mig og barn að fara á milli Reykjavíkur og Selfoss með rútu.  Ekki það að þetta sé endilega sú upphæðin en bara það að keyra á bíl á milli kostar ekki svona mikið0 Mér finnst þetta skrýtið og er ekki góður valkostur fyrir fólk sem vill notfæra sér þennan möguleika. Fyrir utan það hvað það tekur langan tíma að komast á milli staða svona.  Ef fleiri myndu ferðast með rútum myndi fækka bílum i umferðinni, slit á vegum og mengun mundu minnka. Slysahætta minnka þannig að þetta er augljós kostur en fyrir fólk sem þarf að fara nokkrar ferðir í viku og báðar ferðirnar0 er þetta svoldið dýrt. 

En þetta er nú ekki allt, þegar í rútuna er komið kom í ljós að þetta var lítill kálfur.  Ég ákvað að gera bara gott úr þessu og Johannes ætlaði bara að leggja sig og ég að reyna að lesa aðeins í lesefninu mínu góða0 en þá voru þrengslin frekar mikil að hann gat ekkert sofnað og ég gat ekki lesið því það var svo mikið brak og brestir í rútuinni og tvær konur fyrir aftan mig sem töluðu út í eitt0 þannig að það var hvorki lesið né sofið.  Við enduðum bara þá að fara í orðaleik til að stytta okkur stundir.  Svo var keyrt af stað, ok allt í lagi með það, en bílstjórinn fór þær lengstu leiðir sem hann fann út úr bænum0 skil ekki hvers vegna og stoppaði ansi oft að mínu mati, þannig að þarna var ég föst í rútu sem keyrði einhverjar leiðir sem ég var ekki sátt við og ég gat ekkert gert í því0 úff hvað það var erfitt.  En svo komum við út úr bænum og þá var auðvitað komið við í Hveragerði sem er svo sem ok.  Þegar við komum á Selfoss fékk ég Sigrúnu vinkonu sem loksins er komin frá Kanarý þvílíkt brún og sæt til að sækja mig0 oh hvað var gott að sjá hana aftur því ég er búin að vera hálf vængbrotin undanfarnar tvær vikur og vera í hálfgerðu lamaslessi með mig og mín mál. Ég var svo hjá henni allan daginn, við skruppum á bakkann til að sækja hinn hlutann af börnunum mínum og svo töluðum við saman allan daginn og það varla dugðiWink

Þannig að ég held ég fari framvegis á mínum bíl mínar leiðir og láti þessar rútur eiga sig að svo stöddu.Shocking

kveð að sinni

knús SædísWhistling


Nýr bloggvefur

Jæja kæru vinir ég hef fært mig um setCool Ég veit ekki hvort þetta er betri síða en blog.central en ég ætla að sjá hvað setur.

Knús Sædís


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband