23.6.2009 | 10:18
Hroki og fordómar
Vissulega eru þetta góðar einkunnir hjá stelpunni og er það bara flott og ég efa það ekki að þarna sé góður námsmaður á ferð.
En það að móðir hennar vogi sér að koma svona í blöðin og lýsa því yfir að menntaskólar séu ekki nógu góðir, hvað er hún að segja öðrum foreldrum og börnum sem ætla að fara í menntaskóla? Að skólinn sem nágranninn velur eða sonur vinkonu minnar sé ekki góður?
"Komist bara inn í einhvern menntaskóla" þetta kalla ég hroka.
það að segja að það séu óeðlilega háar einkunnir upp úr grunnskóla núna, hvað hefur hún fyrir sér í því? Er það hennar að dæma hvaða árangur nemendur eru að skila út úr grunnskóla?
Afnám samræmdra prófa er hlutur sem var orðinn virkilega þarfur, próf eiga ekki að stýra skólastarfinu, lokapróf er ekki það eina sem skiptir mái í skólastarfi, heldur er það öll sú vinna sem nemendur leggja á sig frá því að skóli hest að hausti og þar til honum lýkur að vori. Margir skólar eru farnir að vera með símat, þ.e virkt mat sem fer fram jafnt og þétt yfir allan veturinn. Slíkt mat skilar betra mati á stöðu nemandans en eitt lokapróf í skólalok þar sem að dagsformið getur haft gríðarlega mikið að segja.
Foreldrar bálreiðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér sýnist fólk almennt vera að misskilja inntakið í þessari frétt. Málið er að sumir grunnskólar notuðust við lokapróf fyrir nemendur sína og aðrir ekki, það er staðreynd. Þannig endurspeglar lokaeinkunn þeirra ekki endilega „mun“ þeirra á milli og því ekki gætt jafnræðis við inntöku í framhaldskólana. Það er ósanngirnin í þessu og er vegna þess að ekki eru tekin samræmd próf þar sem það sama gengur yfir alla.
Ég tel það slæma þróun að skólarnir sjálfir hafi þetta ákvörðunarvald.
Halla (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 10:37
Að samræmd próf hafi ráðið skólastarfi er ofsagt hjá þér en ef svo hefur verið í einhverjum tilfellum, er þar um slaka skólastjórnun að ræða og að ekki hafi verið miklar kröfur gerðar að öðru leiti í viðkomandi skólum.
Það sést að vísu vel í alþjólegum samanburði og ætti að vera okkur skattgreiðendum umhugsunarefni. Að öðru leiti vona ég skólamenn vakni fljótt og núi stírur úr augum sér hið fyrsta.
Vil setja inn athugasend sem er lítið breytt frá annarri sem ég setti inn á annað blogg um svipað efni:
Hinsvegar vil ég segja, að um sama námsefni og svipaða getu að loknu námi í mismunandi skólum er ofsagt hjá þér. Nægir að sjá skýrslur um brottfall úr námi í Raungreinum í HÍ og hvaðan viðkomandi Stúdentar eru. Það er líklega hvað haldbesti kvarðinn á ,,gæði" skóla.
Nú er svo, að ég óttast mjög upptöku inntökuprófa í framhaldsskóla og að nemendur sem ljúka grunnmenntun, þurfi að fórna sumri við próflestur og þreyingu inntökuprófa.
Hinsvegar er ekki við öðru að búast, þegar litið er til þeirrar þróunar sem orðið hefur í starfi og að ekki sé nú talað um árangur starfsins í Grunnskólunum.
Pisa skýrslan síðasta ætti að vera nægt umhugsunarefni, svo ekki sé hætt við samræmd próf.
Árangur í skólastarfi okkar er með hreinum ólíkindum og tilefni til að ausa sig ösku til yfirbótar og skömmustu. Hvergi er meira fé varið til skólastarfsins að tiltölu en hér, (samkvæmt skýrslu SÞ) en hvergi í Evrópu er lélegri afkoma og afrakstur en hér (Pisa Skýrslan).
Ef þetta er ekki nægjanlegt til að hringja viðvörunarbjöllum um framtíð skólastarfs á ,,hærri" stigum, veit ég ekki hvaða hávaða þarf til að vekja menn.
Ekki vantar aukningu í greinum BA gráða og þjóðfélagslegra pælinga svo sem ,,Kynjafræði" og viðlíka ,,vísindi".
Okkur vantar skynsemi í uppbyggingu fræða og vísindagreina hér á landi. Ekki meira af þjóðfélagslegu greinum og Hagfræði, hver ,,vísindi" breytast hraðar í hugum Prófessora og Doktora, hraðar en veðráttan að Kvískerjum. (sjá skoðanir og lærðar álitsgerðir slíkra 2007 2008 og að hausti 2008 og nú 2009 bæði í ársbyrjun og nú um hæstan dag að sumri)+
Með virðingu fyrir kennurum í Raunvísindum og uppalendum svona yfirleitt
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 23.6.2009 kl. 10:43
Halla: Í upphafi hvers skólaárs er gefin út skólahandbók og skólanámsskráí öllum grunnskólum, allir skóla starfa samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla og eiga því að kenna sömu markmið. Það er skólunum svo í sjálfsvald sett hvaða leiðir og aðferðir þeir nota til að framfylgja þessu. Í skólahandbókinni/námsskránni á að koma fram hvernig er metið, hvað er metið og hvaða þættir gilda hversu mikið. Hugsanlega væri möguleiki fyrir framhaldsskólana að setja á stöðupróf til að meta getu og stöðu hvers nemanda.
Sigríður: Vissulega eru kostir og gallar við alla skóla og ekki einn skóli neitt fullkomnari en annar og það er vissulega með skóla eins og annað að þeir eru misgóðir. Metnaður og trú á því sem maður er að gera er bara af hinu góða en hvernig konan kemur þessu frá sér finnst mér vera á hrokafullan hátt.
Ég útskrifaðist úr Fjölbrautaskóla Suðurlands og finnst það virkilega góður skóli og var mjög ánægð þar.
Ég tel það ekki hroka að segja að MA hafi margt annað til að bera umfram aðra skóla, það hafa eflaust allir skólar eitthvða umfram aðra skóla að bera hvort það sé félagslíf, bókasafn, kennslan, námsframboð og hvað eina.
Sædís Ósk Harðardóttir, 23.6.2009 kl. 10:47
Fyrir það fyrsta var það fáranlegt að afnema samræmduprófin. Sjálf fór ég í Verzló (útskrifaðist fyrir 5 árum) og þá þurftu nýnemar að vera með mjög góðar einkunnir úr samræmdum prófum, sem og einkunnum úr sínum skóla. Þetta er skóli sem hefur getað valið sér nemendur og sé ég ekkert að því. Ef þessi stúlka ætlar sér t.d. að læra viðskiptagreinar í framtíðinni þá er hún að missa af miklu við það að fá ekki inn í Verzló. Bara sem dæmi...
Maður hefur bæði séð og heyrt að menntaskólar eru afar misjafnir hvað varðar kröfur í námi og það er ekkert nýtt. Mér finnst ekkert að því að viðra þá skoðun.
En eins og áður sagði þá skil ég ekki hvað menntamálaráðuneytinu gekk til með þessum breytingum.
Ásthildur Gunnarsdóttir, 23.6.2009 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.