Á að hætta við allar framkvæmdir? Hvað með slysin?

Í ástandi sem þessu sem nú varir er mikilvægt að ríkið ráðist í framkvæmdir.  Til dæmis vegaframkvæmdir, en fáar framkvæmdir eru eins arðbærar til lengri tíma litið og samgöngubætur.

Það er ekki lausn að hætta öllu framkvæmdum. Vissulega vantar fjármuni til að halda þessu úti, en til að allt haldi áfram að ganga veður að vera atvinna fyrir fólkið í landinu.  Að draga allstaðar saman er ekki til þess fallið að auka bjartsýni meðal fólks. Og hvað varðar samgöngubætur sérstaklega er rétt að huga að því að verri vegir kalla á slys sem aftur kosta ríkissjóð óheyrilegar upphæðir fyrir utan það sem ekki er bætt með peningum s.s mannslíf og heilsa.


mbl.is Hætt við öll útboð í vegagerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Ætli þeir setji ekki bara lög um að banna slys ... maður er orðlaus, byltingu og það strax !

Sævar Einarsson, 21.6.2009 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband