10.6.2009 | 16:43
Gott framtak
vonandi feta fleiri netfyrirtæki í spor símans og loka fyrir aðgang að þessari síðu.
Kannski er hugmynd VG um netlöggu ekki svo slæm þegar allt kemur til alls er það nokkuð?
Einelti og ofbeldi viðgengst því miður allt of mikið á netinu og þarf að finna leiðir til að sporna við því. SAFT hefur verið nokkuð öflugt í að leiðbeina og aðstoða foreldra, skóla og forráðamenn en það er ekki nóg þess vegna er aðgerð að þessu tagi mjög mikilvægt
Netlögga væri einnig kjörin.
Síminn lokar á síðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Góðar Síður
- Daglega lífið mitt gamalt og gott
- Árborg
- Eyrarbakki
- Stokkseyri
- Ingveldur hin frábæra:) flott síða
- Kirkjan mín Hvítasunnukirkjan á Selfossi
- Al-anon nauðsynlegt
- Agnes Halla dúllan mín krútt
- Regnboginn
Skemmtilegir bloggarara
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Apríl 2013
- Nóvember 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Bloggvinir
- lydur
- olafurfa
- aring
- hilmarb
- salvor
- arnith
- soley
- trukona
- dullari
- johannbj
- gamlageit
- hlynurh
- vglilja
- vefritid
- andreaolafs
- almal
- nonniblogg
- baldurkr
- bjarnihardar
- omarragnarsson
- gattin
- gudrunmagnea
- truno
- hugsadu
- kennari
- annabjo
- latur
- alit
- saradogg
- coke
- tommi
- konur
- jenfo
- domubod
- saumakonan
- svavaralfred
- jonhjartar
- bitill
- zeriaph
- ruthasdisar
- thelmaasdisar
- zunzilla
- jonaa
- ragnargests
- ellasprella
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- paul
- ktomm
- kristinast
- vonin
- hjolagarpur
- kiddikef
- valgerdurhalldorsdottir
- buddha
- frumoravek
- ruth777
- steinunnolina
- saethorhelgi
- sirrycoach
- eddabjo
- lindaasdisar
- gullvagninn
- icerock
- gtg
- irisasdisardottir
- lindalea
- thormar
- adalbjornleifsson
- sigvardur
- heida
- malacai
- brynja
- loi
- rannveigbj
- brynhildur
- brjann
- brandarar
- austurlandaegill
- ea
- gurryg
- rattati
- heimssyn
- drum
- ingibjorgelsa
- irma
- omarsdottirjohanna
- theeggertsson
- johannesgisli
- jonbjarnason
- jon-o-vilhjalmsson
- jonvalurjensson
- larahanna
- manisvans
- nhelgason
- brim
- rafng
- fullvalda
- siggifannar
- gonholl
- stebbifr
- tomasellert
- valgeirb
Af mbl.is
Nota bene
Gamla bloggið
hér er gamla bloggið mitt
http://blog.central.is/soh
Spurt er
Ertu kominn í jólaskap?
Já 44.1%
nei 55.9%
34 hafa svarað
Athugasemdir
Gott framtak að banna þér aðgang að upplýsingum?
Sædís og Guðmundur: Getið þið nefnt eina persónu sem þið treystið hér á Íslandi til að gegna því mikilvæga starfi að ákveða hvað þú mátt og mátt ekki kynna þér?
Ég býð mig annars fram í hlutastarf við slíka aðgangsstjórnun hjá ykkur ef þið borgið þokkalega, er löglærður og skynsamur ungur maður og þið ættuð því að geta treyst því að ég viti betur en þið hvað ykkur er hollt að lesa og hvað ekki.
Páll Jónsson, 10.6.2009 kl. 17:57
Ég hef smá frítíma á laugardaginn, get komið og gramsað í bókaskápunum hjá ykkur ef þið verðið við. Nabukov verður ekki vel séður.
Páll Jónsson, 10.6.2009 kl. 18:01
Já alveg æðislegt framtak. Nú vita allir af þessari síðu og því besta auglýsing sem þeir gátu fengið.
Það er alveg sama hversu oft þetta er reynt þá fellur það alltaf um sjálft sig. Dæmi um þetta eru síður eins og The Pirate Bay sem komst í fréttir þegar Ítalía reyndi að banna síðuna. Og viti menn, traffíkin frá Ítalíu skaust upp um heil ósköp og hefur haldist hærri en hún var fyrir bannið.
Verður gaman að sjá hvort umferðin á þessa síðu eykst í kjölfarið á þessu.
Örn Ingvar (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 18:05
algjörlega til skammar að lesa hvað fólk getur verið einfalt
þessi síða opnar þá bara aftur á morgun undir öðru nafni og aftur og aftur þar til unnið er í þessu máli á vitrænan hátt
að setja hendurnar fyrir augun á öllum lagar ekki vandamálið
t.d. í Kína má ekki skoða heimasíður um það sem stjórn landsins þykir ekki hæfandi
velkomin til Kína
Hörður Ágústsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 18:32
Jahérna, það er beinlínis stórfurðulegt hversu margir eru hlynntir svona (vitagagnslausri!) óþverraritskoðun. Reynið nú að hugsa AÐEINS lengra en nef ykkar nær! Það spretta bara upp nýjar síður og mörkin verða smám saman óljósari. Af tvennu illu er þó reyndar skárra að netþjónusturnar geri þetta upp á sitt einsdæmi en að hið opinbera komi að, en ég myndi þar tala um stigsmun.
Lesið t.d. http://bre.klaki.net/dagbok/faerslur/1140028654.shtml - viðkomandi skilur tæknilegu hliðina á þessu mjög vel.
Ein hugleiðing að lokum: svarið af einlægni... þekkir þú EINHVERN sem þú treystir til að ákveða fyrir þig hvað þú mátt sjá/lesa/heyra/komast í og hvað ekki? Ég myndi ekki einu sinni vilja að besti vinur minn eða skyldmenni gerðu það, hvað þá netþjónustur eða skriffinnar. Ég finn beinlínis lyktina af alls konar fíflalegum þrýstihópum sem fara nú að anda niður hálsmálið á netþjónustunum með frekjulegar kröfur að kínverskum sið - en auðvitað allt fyrir góðan málstað! Ekki opna dyrnar fyrir svona, andsk aular!
Eyjólfur (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 18:59
Sædís, algjörlega sammála þér. Sjáðu hvað perrarnir eru ósáttir...greinilega að gengið hefur verið á perraþörfina hjá þeim
Ógeðin eru að tapa sér.
Linda (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 20:41
Já, Linda, auðvitað eru allir sem eru andvígir ritskoðun eða láta sig tjáningarfrelsi varða ekkert annað en "perrar" og "ógeð". Sjálfmiðað og fyrirlitlegt í meira lagi...
Og að sjálfsögðu leysir þetta vandann, er það ekki? Næst getum við þá e.t.v. bannað eiturlyf!
Eyjólfur (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 21:16
Linda: Ertu að meina "ógeðin" sem birta af sér mynd hérna? Reyndu nú aðeins að _lesa_ það sem stendur að ofan, hugsa svo aðeins um það og segja okkur svo hverjum þú treystir til að velja fyrir þig hvaða vefsíður þú mátt skoða. Og í leiðinni segja okkur nákvæmlega hvar mörkin liggja á milli þess sem við megum skoða og þess sem við megum ekki skoða. Má sýna brjóst á fullorðnu kvenfólki sem sýnir þau með eigin samþykki? En karlmönnum? En andlit á konum, má sýna þau? (Ef ske kynni að síðasti punkturinn fari framhjá þér þá er mikið til af kvenfólki í heiminum sem ekki má sýna andlit sitt nema nánustu fjölskyldu. Finnst þér það í lagi?)
Gunnar, 10.6.2009 kl. 21:45
Guðmundur: Rétt skal vera rétt og netlögguhugmyndin kom upphaflega frá Steinunni Valdísi þó áróðursmaskína Sjálfstæðisflokksins hafi snúið því upp á SJS. Og nei, ég kaus ekki VG og ég er ekkert sérstaklega hrifinn af SJS. Bara rétt skal vera rétt.
Gunnar, 10.6.2009 kl. 21:55
Takið ábyrgð á ykkur sjálfum ógeðin ykkar. Þið eruð að verja síðu þar sem unglingsstúlkur eru lagðar í einelti. Þið eruð að verja barnaklám. Gunnar, þekkir þú ekki munin á brjóstum fullorðna kvenna og leggöngum barna? Þetta er ekki barnavandamál eða foreldravandamál, heldur vandamál fullorðinna karlmanna sem að erum markalausir aumingjar og þú á meðal þeirra. Aumingjar.
linda (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 22:33
Linda: Þú skilur ekki punktinn. Það er enginn að verja þetta ógeð. Langt því frá. Það er verið að reyna að benda ykkur kurteislega á (þó kurteisin á móti sé ekki mikil) að þegar byrjað er að ritskoða þá er engin leið að stjórna hversu langt hún fer, engin leið að setja mörk. Eins manns brandari er annars manns ógeð.
Það fer um mig kaldur hrollur við tilhugsunina um það að einhverskonar yfirvald eigi að stjórna því hvað ég má skoða og hvað börnin mín mega skoða. Já, ég á börn og nei, mig langar ekki til að ógeðslegar myndir af þeim birtist á einhverjum vefsíðum en ég vona að mér gefist að ala þau það vel upp að þau hafi vit á því sjálf að láta ekki taka af sér slíkar myndir. Og að þau muni ekki hafa nokkurn minnsta áhuga á því að skoða slíkar myndir. En að láta sér detta í hug að svona ógeð hverfi við það að loka á einstakar síður lýsir ótrúlegri vanþekkingu og barnaskap. Þú hefur augljóslega ekki lesið þá skynsamlegu punkta sem koma fram að ofan, því miður.
En að ræða við manneskju sem á augljóslega frekar bágt með að skilja heila hugsun er ekki eitthvað sem ég nenni að sóa tíma mínum í. Ég óska þér alls hins besta og vona þín vegna að einhverntímann skiljirðu meira en þú skilur í dag.
Gunnar, 10.6.2009 kl. 22:58
Linda, það er ENGINN HÉR AÐ VERJA ÞESSA SÍÐU PER SE! hvað þá ljóta innihaldið á henni. Vandamálið er að þessi ógeðshugsunarháttur sem meðal annars kemur þarna fram mun ekki hverfa og hann mun alltaf finna sér leiðir, nýjar síður spretta upp eins og eitraðir sveppir, en það sem gerist með svona læsingum er að það verður gengið lengra og lengra í að loka, hvað kemur næst, eitthvað sem kemur stjórnvöldum illa? fordæmið er komið. Það er örugglega hellingur af efni á síðunni sem er allt í fína lagi og nú er lokað fyrir það líka, ekki bara viðbjóðinn. Þetta er mjög fín lína að draga með hvað á að banna og hvernig eigi að standa að því.
Og Gunnar hefur rétt fyrir sér, það var Steinunn Valdís sem talaði um netlöggu SJS nefndi aðeins að netið megi ekki vera algerlega löglaust svæði, einhvers konar villta vestur nútímans. Held að flestir hljóti að geta tekið undir það. Bann á ákveðnar síður skilar hins vegar mjög litlu ef einhverju.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 10.6.2009 kl. 23:16
Úff Linda, epic fail.
Guðlaugur Ellert (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 23:54
Guðmundur: Munurinn þarna á milli er ekki mikill. Það er vissulega lítil eftirsjá í ringulreid en hvar eru mörkin? Nú er t.a.m. fullt af síðum sem ég skoða sem brjóta mögulega í bága við meiðyrðaákvæði hegningarlaga (sem er andskoti hörð ef maður les hana bókstaflega), hvað ef net providerinn minn ákveður að loka á þær?
Það er klárlega vond lykt af þessu.
Páll Jónsson, 11.6.2009 kl. 01:14
Vá hvað þið eruð ekki að ná þessu. Merkilegt að það eru mestmegnis karlmenn sem að eru að verja "frelsi" sitt hér, sama hvað það kostar. Auðvitað berjist þið fyrir rétti ykkar til að horfa á "smáskuð", en ekki hvað?
Linda (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 08:27
Þetta er algerlega gagnslaus aðgerð... gerir ekki neitt, svona eins og flest á íslandi
DoctorE (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 08:54
Linda segir að bara perrar séu á móti því að starfsmenn símafyrirtækja stjórni upplýsingafrelsi landsmanna.
Linda: Þú ert til skammar fyrir mannlega hugsun. Átt það sameiginlegt með ringulreid, merkilegt nokk.
Gakktu í samfélag fullorðinna eða haltu þig við Barnaland.
Páll Jónsson, 11.6.2009 kl. 09:05
Hrikalegar alhæfingar hjá Lindu. Ég hef ekki séð neinn mæla með síðunni, enda hefur umræðan ekki verið um hana. Linda virðist ekki hafa fattað það. Malið snýst ekki um eina vefsíðu, heldur það hvort megi loka á síður ef einhverjum líkar ekki efnið.
Ég ætla ekki að taka afstöðu, en tek undir að þessi aðgerð hefur þveröfur áhrif. Það er einfalt að komast hjá lokuninni og nú vita allir af síðunni. Ég hafði ekki hugmynd um tilvist hennar og ég er viss um að fæstir hafi gert það. Þetta er besta auglýsing sem til er.
Villi Asgeirsson, 11.6.2009 kl. 14:37
Utan þess að ég reikna með að fáir perrar deyi ráðalausir þegar kemur að svona hindrunum, þetta eru nú ekki beint eldflaugavísindi.
Páll Jónsson, 11.6.2009 kl. 18:58
Ég vil láta loka fyrir www.er.is . Ég sé oft ill umtal um fólk í þjóðfélaginu þar og mér finnst vera mjög hart gengið að fólki þar.
Það er líka alltaf verið að selja stera og ólögleg fæðubótaefni á www.live2cruize.com svo það ætti að vera sjálfsagt mál að loka aðgengi að þeirri síðu líka.
Guðni (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 20:56
Þetta er það sem mun koma ef þetta verður ekki stoppað strax.
Alveg öruglega enginn hérna sem hefur minnsta áhuga á þessari ringulreid síðu og enginn að styðja hana en það bara má ekki setja upp svona filtera. Ef það á að stoppa svona síðu, þá verður að stoppa hana, fá lögbann á hana eða fara einhverja lagalega leið en ekki stöðva aðgengi að henni. annars verður stutt í að við opnum fyrir netið og fáum upp lista yfir síður sem við meigum heimsækja.
Guðni (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 21:03
Þýðing á Guðna: Bla bla bla, ég er hræddur, bla bla bla, bjargið mér frá skoðunum annarra, bla bla bla, ég er ófær um að mynda eigin skoðanir bla, bla, bla.
Ég vona að þetta hafi verið grínpóstur hjá manninum.
Páll Jónsson, 12.6.2009 kl. 01:00
Vúps, sorrý Guðni, það var skammarlega barnalegt af mér að sjá þetta ekki. Poe's law beit mig í rassinn.
Páll Jónsson, 12.6.2009 kl. 01:02
;)
Guðni (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 08:21
Það má teljast undarlegt að mæla gegn því að reynt sé að stemma stigu við óþverra eins og sjá mátti inni á þessari síðu. Burt séð frá allri tækni til að skoða þetta einhverstaðar annarstaðar, opnun síðunnar undir öðrum formerkjum etc. etc.
Það að börn (eða fullorðnir) setji myndir af öðrum börnum á netið, svívirði þau með orðum eða með myndefni, stofni til eineltis og ráðist að æru þeirra, hefur ekkert með tjáningarfrelsi eða annað frelsi að gera.
Ritskoðun hefur alltaf átt sér stað, hún þarf ekki alltaf að vera slæm. Stundum er hún bráðnauðsynleg. En auðvitað er hún vandmeðfarin.
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 10:09
Það er enginn að mæla gegn því að reynt sé að stemma stigu við óþverranum, síður en svo, heldur HVERNIG það er gert.
Þú mundir semsagt treysta mér til að ákveða hvað þú mættir sjá á netinu og hvað ekki ?
Guðni (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.