Gott mál

Ég styð þessa hugmynd Ögmundar um að leggja á sykurskatt.  Einhverstaðar þarf að ná í auka pening í ríkissjóð og því ekki að byrja á að hækka skatta á þær vörur sem ekki teljst til nauðsynja. Auk þess sem hækkun á þessum vörum myndi ef til vill leiða til minni neyslu á þeim.

Ég tel einnig að það ætti að hækka gjöld á áfengi og tóbak líka.


mbl.is Sykurskattur fyrir lýðheilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill

auka pening í ríkissjóð?

til hvers, hvað leysir það, er þessi fjárskortur í ríkissjóði ástæðan fyrir hverju?

Egill, 15.5.2009 kl. 13:44

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Hvað ert þú að reyna að segja??

Sædís Ósk Harðardóttir, 15.5.2009 kl. 13:51

3 Smámynd: Jóhann

Skattur á sykur fer beint út í verðlagið sem síðan hækkar lánin þín. Hvernig væri að reyna frekar að sjá til að hollustan sé ódýrari en óhollustan!

Jóhann, 15.5.2009 kl. 15:37

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég trúi því ekki að þú getir verið sammála þessari vitleysu. Einhver mesta della sem ég hef heyrt lengi. 

Ásdís Sigurðardóttir, 15.5.2009 kl. 20:38

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

„Ég tel einnig að það ætti að hækka gjöld á áfengi og tóbak líka“

menn hafa aldeilis verið iðnir við að auka álögur á áfengi og tóbak.

Brjánn Guðjónsson, 17.5.2009 kl. 15:57

6 identicon

Sykurát fer beint út í verðlagið. Það stuðlar að stórkostlegum heilbrigðisvandamálum s.s. offitu og tannskemmdum. Þessi þættir kalla á enn frekari skattheimtu - síðar.  Ekki þarf að fjölyrða um heilbrigðis- og samfélagsmein tengd tóbaki og áfengi. 

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband