Valdahroki ráðamanna

Ingibjörg sýnir enn og aftur valdahroka sinn með þessum ummælum.  Mótmælendur eru víst fulltrúar þessarar þjóðar líkt og aðrir landsmenn.

Vissulega er ekki rétt að skemma eigur hótelsins eða stöðvar tvö en fólk er búið að fá nóg og það fyrir löngu.  Það eru búin að vera friðsamleg mótmæli í margar vikur en ráðamenn hlusta ekki. Kannski er það bara þetta sem þarf til að Ingibjörg og Geir sjái að við Íslendingar erum búin að fá nóg fyrir langa löngu.

Það var líka áhugavert að fylgjast með Valgerði í Kryddsíldinni, hún var greinilega nokkuð stressuð og má hún það vel, því hún á stóran þátt í þessu ástandi sem nú er í þjóðfélaginu.  Hún ætti að mínu mati að fara að fordæmi Guðna og segja af sér þingmennsku.

Vonandi ber nýtt ár eitthvað gott í skauti sér

Gleðilegt ár


mbl.is Beitti piparúða á mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kæri bloggvinur, ég óska þér gleðilegs nýs árs og þakka fyrir skemmtileg kynni á árinu megi nýja árið færa þér hamingju og gleði. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 31.12.2008 kl. 17:12

2 identicon

Ég tek það líka fram að þeir bræður með boxstellingarnar eru ekki mínir talsmenn.  Gott samt að tókst að stöðva þessa síldartunnu, vitna í Jónas Kristjánsson, http://jonas.is

31.12.2008
Endaslepp Rio Tinto síld
Ég hef litla samúð með Stöð 2. Hún hafði kryddsíld í boði Rio Tinto. Bauð þangað sjálftökuliði og eftirlaunafræðingum stjórnmálanna. Allir hafa þeir hundrað sinnum sagt það, sem þeir hafa að segja. Enn ein uppstilling þessa fánýta liðs þjónar engum lýðræðislegum tilgangi. Nokkrir borgarar tóku sig saman um að stöðva útsendinguna. Það tókst. Umræða í samfélaginu gerist ekki í neinni kryddsíld. Hún er á torgunum og í blogginu. Eftir áramótin á staða sjálftökuliðsins eftir að þyngjast enn frekar. Fólk er gáttað á forstokkun pólitíkusanna. Kryddsíldin varð yndislega endaslepp í dag. Í boði Rio Tinto.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband