Gott framtak hjá Femínistafélaginu

Þetta er virkilega vel orðað bréf hjá Femínistafélaginu.   Vonandi að það hreyfi við þeim sem það fá sent til sín.

það er mikilvægt að fara að endurskoða dóma og "dómsleysi" í þjóðfélaginu.  Það er mikilvægt fyrir þolanda að vita að hann geti treyst dómsvaldinu fyrir sínu máli.  Það er ekki alltaf auðvelt skref fyrir fórnarlamb kynferðisofbeldis að fara og kæra, slíkt krefst kjarks.


mbl.is „Ég vona að þér verði aldrei nauðgað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Ingi Pálsson

Kannski ágætt bréf en það er hverjum það er sent sem að truflar mig.

Með því að senda hæstaréttadómurum bréfið er femínistafélagið að annað hvort að benda hæstarétti að hætta að dæma eftir lagabókstafnum og dæma frekar eftir tilfinningum EÐA að segja að hæstiréttur túlki lög ekki rétt og lagaskilningur femínistafélagsins sé æðri hæstaréttardómara.

Nú vilja margir breyta lagaumhverfinu til þess að koma fram fleiri sakfellingum í nauðgunarmálum. Ágætt væri að einhver þeirra sem vill það geti bent á með hvaða hætti slíkri breytingu skal koma á og þannig að hún brjóti ekki gegn mannréttindarákvæðum Stjórnarskrárinnar. Á Björn Bjarnason að gera það?

Páll Ingi Pálsson, 3.12.2008 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband