5.11.2008 | 20:04
Að kaupa hlutabréf.....
hefur alltaf verið talin áhætta.
Að taka lán eða að koma sér í skuldbindingar vegna kaupa á hlutbréfum, sama í hvað formi þau eru er líka áhætta.
Þegar maður tekur áhættu á maður að standa við hana alla leið ekki satt????
Hvers vegna gat stjórn Kaupþings ekki tekið aðra ákvörðun en að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna bankans?
Gunnar formaður verkalýðsfélags segir:
Sem stjórnarmaður í Kaupþingi var það skylda mín að verja hagsmuni hluthafanna. Þegar fjallað var um það á stjórnarfundi bankans að heimila forstjóranum að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna var mér efst í huga sú skylda að tryggja hag bankans og umbjóðenda minna.
Hann talar um að verja hagsmuni hluthafanna???? já ok, hvað um hagsmuni hins almenna borgara sem núna mun verða mun skuldsettari en áður vegna þessa alls sem á undan er gengið.
Getum við þá hinn venjulegi "ALLMÚGI" þessa lands farið fram á að þær ábyrgðir sem við gengum í þegar við keyptum húsin okkar, þ.e þak yfir höfuðið á okkur og börnum okkar, að þær ábyrgðir yrðu gerðar að engu þar sem að mörg hús standa ekki lengur undir veði lánanna, greiðslubyrgði hefur hækkað gríðarlega vegna verðbólgu?
Hvað með stjórnarskrá okkar, að ekki megi mismuna þegnum þessa lands.
Þessu þarf að fara að linna, við megum ekki láta traðka svona á okkur lengur. Þetta sukk og svínarí sem hefur viðgengist allan þennan tíma verður að stöðva og það STRAX
Ekki hægt að taka aðra ákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þótt þú sért reið, verðurðu að láta það bitna á réttum aðilum.
Hann samþykkti EKKI lánveitingarnar sem komu þessum vandræðum af stað. Þau starfskjör sem og önnur voru eftir það borin undir hluthafafund árlega sem gerði ekki athugasemdir við lánveitingarnar.
Hann ber því ekki ábyrgð á því að lánin voru veitt í upphafi.
Afleiðingarnar eru svo þessi vitleysa
Gestur Guðjónsson, 6.11.2008 kl. 09:36
Já Gestur ég er reið eins og þorri þjóðarinnar geri ég ráð fyrir, þú hlýtur sjálfur að vera reiður.
Þótt hann beri ekki ábyrgð á að lánin voru veitt, þá finnst mér að ef þessir einstaklingar taka lán til að kaupa hlutabréf þá eiga þau að borga þau lán. Burt séð frá því hvort þau (hlutabréfin) hrynji síðan eða ekki.
Sædís Ósk Harðardóttir, 6.11.2008 kl. 09:41
Það eru náttúrulega alltaf einhverjir sem verja svona siðleysi fram í rauða myrkur. Þessum VR manni var greinilega ekki skemmt:
http://visir.is/article/20081106/FRETTIR01/239002863/-1
Og ekki sá Gunnar sóma sinn í því að segja neitt opinberlega þegar þetta gekk yfir - enda sjálfsagt best að þegja. Það er taktíkin núna hjá afar mörgum.
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 19:31
..........að moldu munum við aftur verða
Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.