15.10.2008 | 16:35
101 ár
Það að standa saman og styðja hvort annað í stöðu eins og þessari er afar mikilvægt, vera til staðar fyrir börn okkar og aðra. Ég er sannfærð um að þó þessi staða sé erfið fyrir marga þá mun hún verða til góðs að mörgu leiti. Eins og segir í orðinu "allt samverkar til góðs" Vonandi munum við öll láta af græðgi og eigingirni sem hefur einkennt allt of marga í þessu þjóðfélagi, vonandi verður þetta til að fólk muni fara að forgangsraða rétt, vonandi verður þetta til að við förum að meta það sme skiptir máli i lífinu. Amma var kona sem vissi hvað það var sem skipti máli í lífinu, hún hafði alltaf tíma fyrir börn, barnabörn og barnabarnabörnin sín. Hún lifði tímana tvenna og kynntist mörgu á sinni lífsleið. Það sem einkenndi hana og hún hafði að leiðarljósi að mínu mati var gleði og trúfesta.
Við lifum bara einu sinni, þess vegna er synd að eyða lífinu í græðgi, kapphlaup og ófrið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.