8.10.2008 | 17:49
Algjörlega sammála.
Mikið hjartanlega er ég sammála Femínistafélaginu með þá kröfu að valdhafar landsins dragi hlutaðeigandi til ábyrgðar núverandi stöðu efnahagsmála.
Það er algjörlega óviðunandi að örfáir menn eigi að komast upp með að fá eigur okkar landsmanna upp í hendurnar svo til gefins á sínum tíma, sólunda þeim og svona líka miklu meira með án þess að þurfa að taka á því sjálfir og láta bara ríkisvaldið taka á sig skellinn.
það að örfáir menn skuli komast upp með að veðsetja landið því það er svo sannarlega það sem þeir eru búnir að gera og láta svo almenning í landinu þrífa eftir þá ósómann á meðan þeir eru búnir að koma sér vel fyrir erlendis með fleiri milljarða margir hverjir ætti ekki að koma til greina.
Það á að draga þessa menn til ábyrgðar og það STRAX því nógu mikil var "ábyrgðin" þeirra þegar var verið að úthluta þeim laun á sínum tíma.
Þetta er kapitalisminn í hnotskurn svo ekki sé meira sagt.
Krefjast þess að menn verði dregnir til ábyrgðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:50 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Góðar Síður
- Daglega lífið mitt gamalt og gott
- Árborg
- Eyrarbakki
- Stokkseyri
- Ingveldur hin frábæra:) flott síða
- Kirkjan mín Hvítasunnukirkjan á Selfossi
- Al-anon nauðsynlegt
- Agnes Halla dúllan mín krútt
- Regnboginn
Skemmtilegir bloggarara
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Apríl 2013
- Nóvember 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Bloggvinir
- lydur
- olafurfa
- aring
- hilmarb
- salvor
- arnith
- soley
- trukona
- dullari
- johannbj
- gamlageit
- hlynurh
- vglilja
- vefritid
- andreaolafs
- almal
- nonniblogg
- baldurkr
- bjarnihardar
- omarragnarsson
- gattin
- gudrunmagnea
- truno
- hugsadu
- kennari
- annabjo
- latur
- alit
- saradogg
- coke
- tommi
- konur
- jenfo
- domubod
- saumakonan
- svavaralfred
- jonhjartar
- bitill
- zeriaph
- ruthasdisar
- thelmaasdisar
- zunzilla
- jonaa
- ragnargests
- ellasprella
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- paul
- ktomm
- kristinast
- vonin
- hjolagarpur
- kiddikef
- valgerdurhalldorsdottir
- buddha
- frumoravek
- ruth777
- steinunnolina
- saethorhelgi
- sirrycoach
- eddabjo
- lindaasdisar
- gullvagninn
- icerock
- gtg
- irisasdisardottir
- lindalea
- thormar
- adalbjornleifsson
- sigvardur
- heida
- malacai
- brynja
- loi
- rannveigbj
- brynhildur
- brjann
- brandarar
- austurlandaegill
- ea
- gurryg
- rattati
- heimssyn
- drum
- ingibjorgelsa
- irma
- omarsdottirjohanna
- theeggertsson
- johannesgisli
- jonbjarnason
- jon-o-vilhjalmsson
- jonvalurjensson
- larahanna
- manisvans
- nhelgason
- brim
- rafng
- fullvalda
- siggifannar
- gonholl
- stebbifr
- tomasellert
- valgeirb
Af mbl.is
Nota bene
Gamla bloggið
hér er gamla bloggið mitt
Athugasemdir
Sorry en ofurfemínistar rústuðu málinu með því að kenna typpum um dæmið.. sorglegar brussur
DoctorE (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 17:55
Finnst þér þá það réttlætanlegt að menn séu ekki dregnir til ábyrgðar bara því þeir eru með typpi????? það finnst mér frekar sorglegt DoctorE
Typpi eða ekki typpi DoktorE það á að draga menn til ábyrgðar
Sædís Ósk Harðardóttir, 8.10.2008 kl. 18:06
Að sjálfsögðu á að draga þá til ábyrgðar sem kunna að hafa gerst sakhæfir. En stöldrum nú aðeins við þessa yfirlýsingu feministafélagsins.
"Fjarvera kvenna í efnahagsmálum hefur lengi verið áberandi, enda hafa áherslur kvenna ekki þótt eftirsóknarverðar" Hér er gert lítið úr þeim konum sem starfa í fjármálageiranum og þeim konum sem halda um stjórnartaumana svosem formann annars stjórnarflokkanna. Ég minni Auði fjárfestingafélag sem var stofnað af konum, fyrir konur.
"Forræði hinna karllægu gilda með gróðasjónarmið, fífldirfsku, eiginhagsmunasemi" Hvernig dirfast feministar að alhæfa svona og draga alla karlmenn undir sama hatt? Feministar gefa sig út fyrir að berjast fyrir jafnrétti kynjanna og meiri sanngirni en gerast á sama tíma sekir um svakalega fordóma. Án þess að draga upp dæmi ætla ég að leyfa ykkur öllum að ímynda ykkur hvernig fullyrðingar feminista yrðu ef talað yrði á sama hátt um konur.
Staðreyndin er sú að þessi heimskreppa hefur ekkert með einhverja kynjabaráttu að gera, ekki neitt. Og það að blanda jafnrétti kynjanna inn í umræðu um að draga menn til ábyrgðar eru sorglegir útúrsnúningar og hafa ekkert með stöðuna í dag að gera.
Og Sædís, "Finnst þér þá það réttlætanlegt að menn séu ekki dregnir til ábyrgðar bara því þeir eru með typpi?????" Ég spyr á móti, á að taka fastar á þeim bara af því að þeir eru með typpi? Hvað með þær konur sem hafa starfað í fjármálageiranum, á að hlífa þeim af því að þær eru með píku?
Þórður Ingi (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 18:19
Lestu aftur það sem ég var að skrifa Þórður Ingi
Sædís Ósk Harðardóttir, 8.10.2008 kl. 18:26
Gott og vel, typpi eða ekki typpi. Af hverju þá að draga þessa umræðu á plan kynjabaráttu? Hver er tilgangur þessarar yfirlýsingar feminista? Og þess utan ættir þú líka að lesa aftur það sem doctorE skrifaði, hvar sagði hann að ekki ætti að draga menn til ábyrgðar bara af því að þeir eru með typpi? Og svo við höldum áfram að vitna í yfirlýsinguna.
"Fjarvera kvenna í efnahagsmálum hefur lengi verið áberandi, enda hafa áherslur kvenna ekki þótt eftirsóknarverðar"
Ég held að konur sem hafa starfað að efnahagsmálum og í fjármálageiranum séu bara ekkert alltof sammála þessu. Og hvað hafa þær fyrir sér í því að áherslur kvenna hafa ekki þótt eftirsóknarverðar? Hefur einhver kona sem hefur reynt fyrir sér í fjármálageiranum ekki komist að vegna þess að hún er ekki kona? Ef einhver getur bent á concrete dæmi um þetta einhversstaðar skal ég éta þessi orð ofan í mig ásamt buxunum sem ég er í.
Það sem ég er í raun að reyna að segja að þessar fullyrðingar feminista eru í besta falli illa ígrundaðar og ég er orðinn pirraður á að það megi alhæfa endalaust um karlmenn en það megi ekki minnast á það um kvenmenn. Tvískinnungur þessarar umræðu er fáránlegur og á alls alls ekkert erindi inn í umræðu um kreppuna.
Þórður Ingi (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 18:46
Það er ekki verið að "draga" neina umræðu inn í kynjabaráttu. Kynjabaráttan verður ekkert tekin út fyrir sviga í umræðum um efnahagsmál frekar en önnur mál. Misrétti kynjanna er undirliggjandi mein í öllum geirum þjóðfélagsins og það er með endemum hvað menn geta endalaust reynt að berja hausnum við steininn hvað það varðar. Það er í raun hlálegt að tala um að einhverjar einstakar konur hafi náð árangri í fjármálageiranum og ætla með því að færa sönnur á að konur hafi almennt sömu tækifæri og karlar í þessum iðnaði. Við getum tekið dæmi af öðrum undirokuðum hópum og gert það sama með það fyrir augum að "sanna" eitthvað; frumbyggjar Ameríku hafa verið kúgaðir um aldir, um það deilir ekki nokkur maður, þó er vel hægt að benda á fjölmarga úr þeirra hópi sem hafa náð að spjara sig. Til að hægt sé að halda uppi vitrænni umræðu um þessi mál þarf að koma sér niður á sameiginlegt viðræðuplan. Það virðist hins vegar vera erfitt á Íslandi þegar kynjaumræðan á í hlut; til þess nálgast alltof margir hugtakið femínisma með neikvæðni og fordómum.
Sædís Ósk Harðardóttir, 8.10.2008 kl. 19:20
Innilega sammála það er ekki neinni heilvita manneskju eðlislægt að þykja þetta ok, spurning hvað er mikið vit í sumum.
Eiríkur Harðarson, 8.10.2008 kl. 21:58
Ég held að staðreyndin sé sú að allt fór að fara niður á við um leið og konur fengu kosningarétt.
Heimir Tómasson, 8.10.2008 kl. 23:27
Öllu valdi fylgir ábyrgð og fjarvera kvenna á vígasvæðinu er staðreynd.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.10.2008 kl. 04:55
Það er siðað að almenningur beri byrðarnar, við erum búfénaðurinn,
krónurnar okkar eru öruggar í bankanum, það verða prentaðir peningar fyrir öllum innistæðum....
það bara mun ekki fást það sama fyrir krónurnar og áður...
á sama tíma eru lánin okkar verðtryggð, þau rýrast ekki, við fáum að axla ábyrgðina af þessu öllu saman
Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.