4.10.2008 | 19:58
Kvenfyrirlitning á 800 bar í kvöld
Mig rak í rogastans þegar ég kom heim í gær og sá héraðsblöðin, þar voru mjög grófar auglýsingar frá 800 bar á Selfossi þar sem auglýst var "dirty nigth" eða sóðakvöld. þar á að fara fram sýning á klámi, ungar stúlkur ganga um beina hálf naktar og dansarar í búri. þetta er hlutgerving á kvenlikamanum, hann gerður að söluvöru sem nota bene varðar við 210 gr. hegningarlaganna, auk þess sem þarna á að sýna klámmynd sem varðar við sömu lög þ.e dreifing á klámi.
Það að eigendur þessa staðar skuli ætla sér að græða fé á kostnað fáklæddra kvenna, kvenna í búri og klámi tel ég afar léglegt og finnst þeir leggjast á virkilega lágt plan.
Það að fólk skuli kaupa sig inn á slikan gjörning finnst mér lýsa kvenfyrirlitningu og siðferðisblindu.
Það má setja þetta upp á annan hátt:
Vilt þú borga þig inn til að sjá systur þína þjóna þér berbjósta eða sjá hana dansandi í búri???
Vilt þú borga þig inn á stað þar sem að kannski mamma þín eða dóttir er dansandi í búri?
Veistu að stelpan eða konan sem er að afgreiða berbrjósta eða afar fáklædd eða er dansandi í búri var einu sinni lítil saklaus stúlka, stúlka sem gæti verið systir þín eða dóttir.......
Til að skilgreina klám þá hefur Diana Russel komið með eftirfarandi skilgreiningu en hún hefur ötullega barist á móti klámi um margra ára skeið. Hún hefur skrifað og ritstýrt fjölda bóka um efnið Diana skilgreinir klám á eftirfarandi hátt: Klám er efni sem sýnir kynlíf og/eða afhjúpuð kynfæri í tengslum við misnotkun og niðurlægingu þannig að slík hegðun sé studd, látin óátalin eða jafnvel hvatt til hennar. Með öðrum orðum þá leitast klám við að gera ofbeldi, misnotkun og niðurlægjandi kynlífshegðun sexý. Það er kyndir eðli máls samkvæmt undir ranghugmyndum og er þar af leiðandi skaðlegt, jafnt körlum sem konum að ekki sé talað um börnum. Um það hefur verið deilt hvort klám hvetji til nauðgana eða annars refsiverðs athæfis. Ótal frásagnir barna, sem hafa þurft að þola kynferðislega misnotkun, staðfesta að svo sé. Oft greina frásagnir þeirra af reynslu sinni frá því að þeim sé sýnt klámefni og þau síðan neydd af ofbeldismanninum til að gera eitthvað af því sem klámmyndirnar sýna. Varðandi siðferðislega skyldu okkar til að koma í veg fyrir vændi ætla ég ekki að fjölyrða, en það er löngu vitað að konur og karlar sem stunda vændi gera það ekki síst til að fjármagna fíkniefnaneyslu. Hitt er líka vitað að vændiskonur eiga oft að baki fortíð sem hlaðin er kynferðislegri misnotkun frá barnsaldri http://www.althingi.is/kolbrunh/greinar/safn/000843.html
Athugasemdir
Á að sýna klám!? Er ekki allt í lagi með þá þarna?
Kreppumaður, 4.10.2008 kl. 20:04
Fólk hlýtur að hugsa sig tvisvar um áður en það heimsækir, í framtíðinni, "skemmtistað" sem leggur húsnæði sitt undir svona "show". Vertinn virðist ekki vandur að virðingu sinni ef marka má frásögn af málinu í vef DV.
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 22:14
Gott Sædís. Tek undir hvert orð.
Valgeir Bjarnason, 4.10.2008 kl. 22:39
Þarna er frétt sem ég sé algerlega fyrir mér. Fréttaritara ykkar Sunnlendinga hjá RUV Magnús Hlyn segja frá.
"Það var aldeilis fækkað fötum á Selfossi í gærkvöld"
Hann færir okkur fréttirnar.
Njörður Helgason, 5.10.2008 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.