Yndislegar myndir

Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi í byrjun júní að fara á þessa listasýningu hjá Einari.  Þessar myndir og keramikverk eru alveg yndisleg, þetta eru svo "glaðværar" myndir og verk ef svo má að orði komast.  Því miður voru öll verkin meira og minna seld þannig að ég gat ekki keypt neitt af honum en ég mun svo sannarlega fara þarna aftur og vonandi er þá búið að bætast í safnið þannig að maður geti eignast eina mynd frá honum.

Annars er alltaf gaman að koma að Sólheimum, þetta samfélag sem þarna hefur byggst upp er afar fallegt og skemmtilegt.  Ég mæli með sunnudagsbíltúr þarna í sveitina, setjast niður í fallegu umhverfi, fá sér kaffi og með því, skoða listir og menningu og kaupa lífrænar vörur sem þarna eru unnar.


mbl.is Mennirnir hans Einars slá rækilega í gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við þangað við fyrsta tækifæri!

Gummi (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 23:55

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, ég sá myndina í blaðinu, flottar myndir.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.7.2008 kl. 00:01

3 identicon

Þú ert ágæt, myndirnar eru ágætar en mikið óskaplega sakna ég gamla bloggsins þíns.  Svo sakna ég þín lika bara svona almennt...  Hafðu það gott mín kæra þín Inga

Ingveldur (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 02:13

4 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Takk fyrir það Inga mín, við verðum nú bara að fara að hittast, gengur ekki svona.....

Hafðu það gott sömuleiðis

Sædís Ósk Harðardóttir, 28.7.2008 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband