30.6.2008 | 00:54
Tenerife were back......
Já það er bara að bresta á að ég og börnin séum að fara á ný til Tenerife.
já Tenerife sælla minninga frá því fyrir tveimur árum, þá fór ég með krakkana þangað líka. Frábær staður til að vera á og nú fer ég reynslunni ríkar.... eins og fram kom á gamla bloggi mínu í þeirri ferðasögu þá "lentum" við til dæmis í svikahröppum, indverskum sölumönnum, http://soh.blogcentral.is/blog/2006/6/16/naes-lif-og-loddarar/ ég hef sjaldan verið eins reið og þarna á þessu augnabliki og Guð hjálp þeim ef þeir ætla að reyna slíkt við mig aftur en nú hef ég reyndar öðlsast svo mikið æðruleysi og Guðs náð þannig að kannski bítur ekkert á míg núna
Svo má ekki gleyma elsku KAKKALÖKKUM (eða einum kakkalakka) sem ég reyndi að drekkja á svölunum með því að hella nokkrum lítrum af vatni yfir hann, sem bara vægast sagt lítinn árangur þ.e endaði með að hann FLAUG í burtu... arrrggg vá hvað mér er illa við þessi kvikindi.... og svo síðast en ekki síst.... engispretturnar sem ég var búin að telja sjálfri mér trú um að væru líklega bara komnar undir rúmið mitt sjá færslu hér: http://soh.blogcentral.is/blog/2006/6/13/engisprettur-og-elvis-presley/
En nú fer ég sem sagt reynslunni ríkari.... en ég get sagt ykkur að við erum orðin nokkuð spennt. Og þetta er frábær staður, evran mætti kannski lækka smá svona svo ég gæti verslað smá með betri samvisku...
Það verður líka enn skemmtilegra þar sem að systur mínar þ.e 3/4 ætla að koma líka.
Þannig að næstu tvær vikurnar mun ég og systur mínar flatmaga í sólinni og hafa það næs vantar bara að það kæmust allir með sem ég vildi hafa með
adios amigos
Sædís
Athugasemdir
Takk Svana mín og þú sömuleiðis í Danmörku
Sædís Ósk Harðardóttir, 30.6.2008 kl. 10:37
Hæ hæ ;)
Góða skemmtun í útlöndum ;)
Kv Elín Birna.
Elín Birna (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 11:07
Tenerife er mjög indæl eyja, hef komið þangað tvisvar og þar af til dvalar einu sinni. Slapp við kakkalakkana og of tortrygging til að lenda í svindlurum, en fyrsti kakkalakkinn sem ég sá um ævina, í músarstærð, einhvers staðar í Suður-Kyrrahafi, hann flug einmitt! Ég hélt ég væri að ímynda mér það, en las mér til um það seinna og þarna suðurfrá er það trú að ef kakkalakkar fljúga, þá boði það rigningu (sem reyndar gekk eftir) þannig að þinn hefur sannarlega haldið að hann væri kominn í rigningu! Vona og börnin að þú eigið yndislegt frí og kynnist bara bestu hliðum þessarar fallegu eyjar.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.6.2008 kl. 11:19
... alla vega einu g-i ofaukið í tortryggin ... vinsamlega leiðréttið aðrar innsláttarvillur í huganum.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.6.2008 kl. 11:20
Góða ferð frænkur ...
Linda Lea Bogadóttir, 30.6.2008 kl. 11:54
Humm? "vantar bara að það kæmust allir með sem ég vildi hafa með" Humm?
Jú - ég er búinn að fatta það!
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 23:57
Takk Elín og Linda
já Anna þetta er skemmtileg eyja
Klár strákur Gummi
Sædís Ósk Harðardóttir, 1.7.2008 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.