22.6.2008 | 23:55
Vinkonuraunir enn og aftur
Jæja ástkær vinkona mín ein sem ég hef áður fjallað um hér á þessari siðu er enn komin af stað. Hún hefur eins og áður hefur komið fram verið nokkuð óheppin með menn sem hún hefur kynnst. En alltaf er hún jafn ötul að leita ráða hjá mér, sem einnig hef verið nokkuð seig að veðja á rangan hest Mér dettur oft myndin 28 days með Söndru Bullock í hug þegar ég hugsa um mín eigin vandkvæði í þessum málum þetta með plöntuna, gæludýr og mann.....
En þessi kæra vinkona mín er nú búin að kynnast einum enn manninum (ekki það að þeir séu orðinir svona margir) en að þessu sinni telur hún sig hafa kynnst bara nokkuð góðum manni, heilsteyptum, myndarlegum og duglegum. Þá á ég að segja henni hvað hún á að gera. Hún er líklega búin að gleyma því að í al-anon segjum við ekki öðrum hvað þeir eiga að gera heldum bendum á leiðir fyrir fólk að finna það út sjálft. Eins flókið og það getur oft orðið (kannast við það sjálf) Hún spyr mig hvort hún eigi að senda sms, hvort hún eigi að sýna frumkvæði. Ef hún sendir sms, er hún þá of fljótfær og ágeng? Ef hún gerir ekkert sýnist hún þá áhugalaus? Þarna er loksins einhver sem ekki lítur út fyrir að verða 3 barnið hennar, einhver sem er á henni samboðinn, einhver sem hún virkilega er spennt fyrir og málið er það að hún á svo sannarlega allt það besta skilið og ekkert minna en það
Vá hvað það er flókið að vera singel í dag
En hún er voða spennt og langar að kynnast honum frekar, finnst að hann sem kk aðilinn eigi að sýna frumkvæði. Við lifum á árinu 2008, konur eiga alveg eins að geta sýnt frumkvæði er það ekki? Ég benti henni á að biðja Guð um að sýna sér rétta svarið og hún tók því nokkuð vel, en fór svo að hafa áhyggjur af því að ef Hann hefði rétta svarið ekki rétt að hennar mati Já það er oft þannig að við erum með ákveðnar skoðanir á einhverju og viljum fá einhverju framgengt sem kannski er ekki Guðs vilji heldur eingöngu okkar vilji og oft erum við að knýja fram úrlausnir á einhverju sem betur mætti láta ógert, ég þekki það nú mjög vel á eigin skinni. Ég benti henni á að hraði og fljótfærni hefðu yfirleitt ekki gert mér gott og væri ég samt enn að brenna mig á þeim kvilla mínum þ.e strax, helst í gær syndruminu En með hjlálp sporanna 12 og æðri mætti er mér að takast að vinna bug á því.
En málið er hvernig á ég að svara elskulegri vinkonu minni???
Ég veit svarið, en hvort hún fari eftir því er annað mál. Hvað finnst þér?
knús og Guð blessi ykkur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.